fbpx
Laugardagur 08.mars 2025
Fréttir

Sniðganga á bandarískum vörum eykst í Evrópu

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 6. mars 2025 21:30

Fólk er hvatt til að tala með veskinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðgerðir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa orsakað það að sífellt fleiri Evrópubúar sniðganga nú bandarískar vörur. Er fólk hvatt til þess að kaupa evrópskt frekar en bandarískar vörur.

Rússadaður, óvild í garð Dana og Grænlendinga, hótanir um tollastríð og fleiri gerræðislegar ákvarðanir hafa gert Donald Trump sérstaklega óvinsælan í Evrópu á fyrstu mánuðum forsetatíðar sinnar. Er í auknum mæli kallað eftir sniðgöngu á amerískum vörum og þjónustu.

Þúsundir flykkjast inn á sniðgönguhópa á samfélagsmiðlum þar sem fjallað er um hvernig sé hægt að koma skilaboðum til valdhafa í Washington með veskinu. Það er að hætta að kaupa bandarískar vörur.

Þegar hafa borist fréttir af því að sala á Tesla rafbílum hafi hrunið á fyrstu mánuðum ársins, einkum í Þýskalandi og Frakklandi. En eigandi Tesla, Elon Musk, náinn bandamaður Trump hefur sýnt af sér nasistatilburði og reynt að hafa áhrif á kosningar í Þýskalandi.

 

En Tesla er ekki eina fyrirtækið sem er undir. Hér eru nokkrir evrópskir valkostir sem nefndir eru:

Heimilistæki: Electrolux, Bosch og Miele í staðinn fyrir Whilpool og Kitchenaid

Bílar: Volkswagen, Peugeot, Renault, Audi, Skoda í staðinn fyrir Ford og Tesla.

Rafvörur: Sennheiser, Logitech, Fairphone og Polar í staðinn fyrir HP, Dell, Apple og Garmin.

Matur: Malaco, Cloetta, Arla, Maarud og Fazer í staðinn fyrir Philadelphia, Kellogg´s, Heinz og Mondelez.

Drykkir: Faxe Kondi, Red Bull, Solo og Zingo í staðinn fyrir Coca Cola, Pepsi og Monster.

Skyndibiti: Joe and the Juice, Max og Big Bite í staðinn fyrir McDonalds, Subway og 7-Eleven.

Föt: Adidas, H&M, Dr. Martens, Birkenstock og Zara í staðinn fyrir Levi´s, Nike, Tommy Hilfiger og Vans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Undirskriftalisti til að koma í veg fyrir lokun hjá Janusi endurhæfingu

Undirskriftalisti til að koma í veg fyrir lokun hjá Janusi endurhæfingu
Fréttir
Í gær

Reynsluboltar hjóla í Björn: „Hissa að sjá þaulreyndan blaðamann skrifa af svona barnaskap“

Reynsluboltar hjóla í Björn: „Hissa að sjá þaulreyndan blaðamann skrifa af svona barnaskap“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Benzincafe – Sérstaklega hættuleg líkamsárás með billjardkjuða

Sauð upp úr á Benzincafe – Sérstaklega hættuleg líkamsárás með billjardkjuða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryðjuverkamálið: „Loksins er þessari martröð lokið“ – Sveinn Andri á von á háum bótakröfum

Hryðjuverkamálið: „Loksins er þessari martröð lokið“ – Sveinn Andri á von á háum bótakröfum