fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Hryðjuverkamálið: „Loksins er þessari martröð lokið“ – Sveinn Andri á von á háum bótakröfum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. mars 2025 15:55

Sveinn Andri Sveinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur sýknaði í dag sakborningana tvo í hinu svokallaða og margnefnda hryðjuverkamáli, af ákæru um tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Staðfesti Landsréttur þar með dóm héraðsdóms í málinu.

Ákæran gegn þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidór Nathanssyni var að mestu leyti byggð á rannsóknum lögreglu á skilaboðaspjalli þeirra þar sem þeir létu hugann reika um ýmiskonar óhæfuverk, meðal annars tilræði gegn þjóðþekktu fólki. Mjög skorti á gögn um eiginlegar tilraunir til undirbúnings hryðjuverka.

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sindra Snæs, er að vonum ánægður með niðurstöðuna.

„Ég er mjög sáttur við þessa niðurstöðu. Þetta er lögfræðilega rétt niðurstaða. Þetta er auðvitað ákveðinn prófsteinn og fordæmi þegar kemur að túlkun þessa hryðjuverkaákvæðis í hegningarlögunum. Þessi túlkun er rétt. Þarna reynir líka á tilraunaákvæði hegningarlaganna og dómurinn verður þar ákveðið kennslubókardæmi um túlkun dómstóla á þessu ákvæði,“  segir Sveinn Andri ennfremur og vísar þar til ákvæðis um hvað flokkist undir tilraun til afbrots.

„En fyrst og fremst er ég bara ánægður með að þessari martröð sé lokið hjá mínum umbjóðanda,“ segir Sveinn Andri ennfremur. „Verði þetta endanleg niðurstaða. Auðvitað getur ríkissaksóknari sótt um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar, mér finnst það nú ólíklegt, en þegar kemur að þessu máli þá kemur manni nú ekkert á óvart, lengi skal manninn reyna. En með þeim fyrirvara að þetta verði endanleg niðustaða þá er þessari martröð hans lokið.“

Lexía fyrir lögregluna

Sveinn Andri segist telja fullvíst að háar bótakröfur sakborninganna séu fyrirsjáanlegar. „Já, það er ekki nokkur vafi. Þetta er líka mikilvæg lexía fyrir lögregluna að læra og mín skoðun er sú að það þyrfti að eiga sér stað einhver úttekt á þessu ferli og vinnubrögðum lögreglunnar.“

Sveinn Andri segir héraðssaksóknara hafa sýnt of mikla meðvirkni með Ríkislögreglustjóra og er sérstaklega harðorður um rannsókn lögreglu í málinu:

„Menn tóku ranga ákvörðun í upphafi, þetta val sem menn höfðu, eigum við að fylgjast með þeim í einhvern tíma, sem þeir voru komnir með úrskurði fyrir, eða eigum við að handtaka þá. Síðan gekk öll ákvarðanatakan út á að réttlæta þá ákvörðun að hafa handtekið þá og haldið þennan fáránlega blaðamannafund. Það var alltaf verið að reyna að réttlæta þessar aðgerðir. Lögreglan áttaði sig snemma í þessu ferli á að þeir voru ekki með neitt í höndunum. Þá var bara allt kerfið sett í gang til að reyna að sanna þessa upphaflegu kenningu. Það gekk ekki.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“