fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Breyttur tónn hjá Pútín í garð Zelenskyy – „Pútín er undir þrýstingi“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. mars 2025 07:00

Pútín og Zelenskyy.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður kallaði Vladímír Pútín hann „ólögmætan leiðtoga“ en nú talar hann um hann sem „núverandi leiðtoga“. Það er auðvitað Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sem hér um ræðir.

Tormod Heier, prófessor í hernaðartækni og hernaðaraðgerðum við norska varnarmálaháskólann, sagði í samtali við Dagbladet að þetta geti verið vísbending um að Pútín sé undir þrýstingi.

„Þetta getur þýtt að Pútín sé undir þrýstingi. Það er ekki erfitt að skilja það, þegar maður horfir á hin gríðarlegu áhrif hernaðartækninnar á rússneskt efnahagslíf,“ sagði Heier og átti þar við erfiðleika Rússa á vígvellinum í Úkraínu.

Hann sagði að þessi stefnubreyting Pútíns, varðandi hvernig hann talar um Zelenskyy, geti bent til að Rússar hafi meiri áhuga á að binda endi á stríðið en sérfræðingar og stjórnmálamenn hafa talið fram að þessu.

Hann lagði um leið áherslu á að Rússar vilji líklega aðeins semja um frið á sínum forsendum en það þýðir að Pútínn vill halda austurhluta Úkraínu og um leið tryggja að Úkraína fái ekki aðild að NATÓ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin