Tormod Heier, prófessor í hernaðartækni og hernaðaraðgerðum við norska varnarmálaháskólann, sagði í samtali við Dagbladet að þetta geti verið vísbending um að Pútín sé undir þrýstingi.
„Þetta getur þýtt að Pútín sé undir þrýstingi. Það er ekki erfitt að skilja það, þegar maður horfir á hin gríðarlegu áhrif hernaðartækninnar á rússneskt efnahagslíf,“ sagði Heier og átti þar við erfiðleika Rússa á vígvellinum í Úkraínu.
Hann sagði að þessi stefnubreyting Pútíns, varðandi hvernig hann talar um Zelenskyy, geti bent til að Rússar hafi meiri áhuga á að binda endi á stríðið en sérfræðingar og stjórnmálamenn hafa talið fram að þessu.
Hann lagði um leið áherslu á að Rússar vilji líklega aðeins semja um frið á sínum forsendum en það þýðir að Pútínn vill halda austurhluta Úkraínu og um leið tryggja að Úkraína fái ekki aðild að NATÓ.