Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War sem segir að Rússar virðist berjast í Úkraínu með því hugarfari að stríðið muni standa yfir að eilífu og að ekki þurfi að leggja mikið land undir sig í einni sókn.
Sky News skýrir frá þessu og segir að hugveitan telji að Rússar muni fyrst hafa náð allri Úkraínu á sitt vald árið 2108 og er þá miðað við núverandi sóknarhraða þeirra og gríðarlegt mannfall.
Í skýrslu hugveitunnar segir að Pútín hafi byggt upp frásögn af sigri í stríðinu en hún byggist á því að Rússar geti haldið lengur út en Úkraínumenn og Vesturlönd og haldið áfram að sækja fram þar til sigur vinnst.