fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Kristinn stofnar Scaling Legal

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. mars 2025 12:02

Kristinn Ásgeir Gylfason lögfræðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Ásgeir Gylfason lögfræðingur hefur stofnað fyrirtækið Scaling Legal sem miðar að því að veita sprotafyrirtækjum sérsniðna lögfræðiþjónustu. Þessi ráðgjafaþjónusta er sérstaklega hönnuð fyrir fyrirtæki sem ekki hafa þörf fyrir eða getu til að ráða lögfræðing í fullt starf.

Kristinn starfaði áður í fimm ár hjá Sidekick Health en þar öðlaðist Kristinn víðtæka reynslu í lögfræðilegum málefnum og persónuverndarmálum. Auk þess hefur hann haldið utan um samningagerð, stjórnun hluthafaskráa, kaupréttarplön, undirbúning stjórnarfunda og önnur verkefni. Kristinn starfaði einnig um árabil sem bílablaðamaður, eins og segir í tilkynningu..

„Scaling Legal leggur áherslu á að veita sprotafyrirtækjum upplifun sem líkist því að hafa innanhúss lögfræðing. Þjónustan felur í sér djúpa innsýn í rekstur og starfsemi hvers viðskiptavinar, sem gerir það mögulegt að veita einstaklingsmiðaða ráðgjöf án aukakostnaðar fyrir að læra inn á fyrirtækið. Þetta tryggir að fyrirtækin séu vel undirbúin fyrir fjármögnunarumferðir og vöxt.

Fyrirtæki geta valið um sveigjanlegar greiðsluleiðir, þar á meðal tímavinnu, fast verð fyrir tiltekin verkefni eða tímakörfusamning sem safnast upp ef hann er ekki fullnýttur,“ segir Kristinn.

Með stofnun Scaling Legal stefnir Kristinn að því að styrkja sprotafyrirtæki með því að veita þeim aðgang að gæða lögfræðiþjónustu sem er aðlöguð að þeirra sérstökum þörfum og stuðlar að öruggum og skilvirkum vexti þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Akranes tekur milljarð í skammtímalán
Fréttir
Í gær

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin