fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Fréttir

Leggja til 71 milljarðs króna sparnað í rekstri ríkisins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. mars 2025 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á blaðamannafundi nú fyrir stuttu var gerð grein fyrir niðurstöðum starfshóps sem fékk það hlutverk að vinna úr tillögum að hagræðingu í rekstri ríkisins sem bárust frá almenningi. Af þeim þúsundum tillagna sem sendar voru inn leggur hópurinn til að unnið verði áfram með 60 tillögur. Björn Ingi Victorsson formaður hópsins sagði á fundinum að vegna tímaskorts hefði ekki tekist að meta allar tillögurnar og hversu miklum sparnaði þær myndu skila en af þeim sem hefðu verið metnar hefði niðurstaðan verið að þær myndu skila sparnaði fyrir ríkissjóð upp á 71 milljarð króna.

Björn segir að matið á þessum sparnaði ná yfir tímabil fjármálaáætlunar fyrir árin 2026-2030.

Björn segir að tillögurnar sem hópinum gafst ekki tími til að meta myndu skila ríkissjóði töluverðum ávinningi. Björn segir hópinn hafa litið til sameininga og samreksturs, hagræðis í rekstri, opinberra innkaupa og fjárfestinga, fækkun verkefna og breytinga á regluverki.

Ekki er lagður til sparnaður í tilfærslukerfum og í öðrum hápólitískum verkefnum

Björn segir hópinn hafa komist að niðurstöðu um að sameiningar og samrekstur stofnanna muni skila miklum sparnaði. Það muni auka slagkraft þeirra og auka þjónustu við almenning. Hópurinn sé á því að þetta verkefni verði að ráðast í strax. Leggur hópurinn til að sýslumannsembætti verði sameinuð sem og löggæslustofnanir, héraðsdómstólar, stjórnsýsla framhaldsskóla, nefndum verði fækkað verulega og aukinn samrekstur verði í Stjórnarráðinu.

Aðhald

Hópurinn leggur enn fremur til að sérkjör hæstaréttardómara og handhafa forsetavalds verði afnumin og hæstaréttardómurum fækkað. Ráðstöfunarfé ráðherra verði afnumið og styrkir til stjórnmálaflokka verði endurskoðaðir og lækkaðir.

Hópurinn leggur enn fremur til sparnað í opinberum innkaupum og með aukinni áherslu á stafrænar lausnir.

Einnig er lagður til sparnaður í heilbrigðiskerfinu með aukinni forgangsröðun, úttekt verði gerð á völdum fyrirtækjum í eigu ríkisins og ýmsar nefndir, stjórnir og ráð verði lögð niður.

Umfangsmestu tillögur hópsins segir Björn að lúti að breytingum á regluverki. Dregið verði úr því að reglur hér á landi verði strangari en í öðrum ríkjum EES.

Hópurinn leggur til endurmat á öllum ríkisútgjöldum og að lög um starfsmenn ríksins verði löguð að því sem gerist á almennum vinnumarkaði. Létt verði á jafnlaunavottun og endurgreiðslur vegna rannsóknar og þróunar og kvikmyndagerðar verði endurskoðaðar.

Í lokin minntist Björn sérstaklega á að margar tillagnanna að sparnaði sem bárust frá almenningi snúi að pólitískum úrlausnarefnum. Það sé stjórnmálamanna að leysa úr og vísaði Björn þá sérstaklega til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra sem voru viðstödd. Af þessum ástæðum hafi hópurinn ekki unnið úr slíkum tillögum, þess vegna hafi hópurinn til að mynda ekki unnið úr tillögum sem sneru að ÁTVR og RÚV. Tillögur um fækkun pólitískra aðstoðarmanna og að hætt yrði með ráðherrabíla hafi verið skoðaðar en væru ekki með í tillögum hópsins.

Tillögur hópsins í heild sinni eru hér.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ánægður með að Diljá Mist tapaði

Ánægður með að Diljá Mist tapaði
Fréttir
Í gær

Of mikil vinna fyrir Skattinn að svara beiðni um upplýsingar

Of mikil vinna fyrir Skattinn að svara beiðni um upplýsingar
Fréttir
Í gær

Erlendum sjómanni bjargað úr sjálfheldu úr hlíðum Hólmatinds

Erlendum sjómanni bjargað úr sjálfheldu úr hlíðum Hólmatinds
Fréttir
Í gær

Þetta telur réttarmeinafræðingur að sé skýringin á dularfullum andlátum Gene Hackman og Betsy Arakawa

Þetta telur réttarmeinafræðingur að sé skýringin á dularfullum andlátum Gene Hackman og Betsy Arakawa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hver er hinn raunverulegi ágreiningur hjá Zelensky og Trump? – „Ég sé bara ekki í augnablikinu hvernig á að leysa það“

Hver er hinn raunverulegi ágreiningur hjá Zelensky og Trump? – „Ég sé bara ekki í augnablikinu hvernig á að leysa það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjálmar Örn fékk hjartaáfall – „Magnað heilbrigðiskerfi og starfsfólk“

Hjálmar Örn fékk hjartaáfall – „Magnað heilbrigðiskerfi og starfsfólk“