fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 11:00

Magnea Gná Jóhannsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir það vera ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi en bann var sett við umskurði stúlkna árið 2005. Í gær féll dómur í Héraðsdómi Norðurlands eystra þar sem móðir, sem hafði látið umskera son sinn, var sýknuð af ákæru um líkamsárás, fyrst og fremst á grundvelli þess að umskurður drengja er ekki ólöglegur á Íslandi.

Sjá einnig: Lét umskera son sinn á Íslandi af trúarlegum ástæðum og er sýknuð af ákæru um líkamsárás á hann

„Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns. Aðgerðin getur valdið barninu sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Í einstaka tilfellum getur verið læknisfræðilega nauðsynlegt að framkvæma umskurð, til dæmis ef forhúð er of þröng eða í kjölfar alvarlegra sýkinga. Það á þó ekki við um óþarfar og óafturkræfar aðgerðir þar sem fullkomlega eðlilegur vefur sem gegnir mikilvægu hlutverki í kynfæra- og kynlífsheilbrigði drengja er fjarlægður af kynfærum þeirra,“ segir Magnea í grein á Vísir.is.

Árið 2018 lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fram frumvarp um bann við umskurði drengja en frumvarpið varð ekki að lögum.

Magnea segir:

„Það verður að teljast ámælisvert að ekki sé enn búið að banna óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum drengja eins og búið er að gera á kynfærum stúlkna og barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni (intersex). Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um mismunun á grundvelli kyneinkenna, sjálfsákvörðunarrétt barna og trúfrelsi barna,“

Hún bendir á að börn á Íslandi eigi að hafa öruggt skjól og vernd í lögum fyrir óþörfu og óafturkræfu inngripi í líkama þeirra. Hún skorar á Alþingi að leggja fram lög sem banni umskurð drengja:

„Ég skora á Alþingi að grípa til aðgerða með því að setja lög sem banna öll óþarfa inngrip í líkama barna og tryggja þar með öllum börnum sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Börn eiga njóta verndar frá því að vera skorin án þess að brýn læknisfræðileg rök séu til staðar.“

Greinina má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segja að Leigufélag aldraðra hafi orðið „fórnarlamb óráðvandra athafnamanna sem fyrst og fremst var umhugað um að þyngja eigin pyngju“

Segja að Leigufélag aldraðra hafi orðið „fórnarlamb óráðvandra athafnamanna sem fyrst og fremst var umhugað um að þyngja eigin pyngju“
Fréttir
Í gær

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arna veiktist 11 ára af lömunarsjúkdómi – Bataferlið var langt – „Þetta er ekki bara sorg eða sársauki“

Arna veiktist 11 ára af lömunarsjúkdómi – Bataferlið var langt – „Þetta er ekki bara sorg eða sársauki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi varar við svikahröppum í sínu nafni – „Engin leið að mér virðist til að stöðva þetta“

Bubbi varar við svikahröppum í sínu nafni – „Engin leið að mér virðist til að stöðva þetta“