fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 24. febrúar var erlend kona sakfelld í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellt fíkniefnasmygl.

Henni var gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á rúmlega 1,2 kg af kókaíni með farþegaflugi hingað til lands þann 23. nóvember 2024. Fíkniefnin hafði konan falin innvortis. Voru þau ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.

Hafði verið þvinguð til vændis

Konan játaði sök en hún hefur ekki sætt refsingu áður svo vitað sé. Ennfremur segir í dómnum:

„Þá verður ekki ráðið af gögnum málsins að ákærða hafi verið eigandi nefndra fíkniefna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands, að
öðru leyti en að samþykkja að flytja þau til landsins gegn greiðslu. Þá benda gögn málsins til þess að aðstæður ákærðu hafi verið erfiðar og að aðilar hafi hagnýtt sér það. Lögmaður sem aðstoðaði ákærðu við að sækja um hæli í Ítalíu árið 2018 staðfesti í skýrslutöku hjá lögreglu að ákærða hefði verið þvinguð af glæpahópi frá […] til að stunda vændi og hún hafi verið undir ægivaldi hópsins í langan tíma.“

Síðan segir að ekki verði litið framhjá því að konan hafi flutt til landsins umtalsvert magn af sterku kókaíni, sem ætlað hafi verið til söludreifingar hér á landi, og hlutverk hennar við framkvæmd brotsins hafi verið ómissandi hluti af brotastarfseminni.

Var niðurstaðan sú að konan er dæmd í 15 mánaða fangelsi. Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Dagsektir verði lagðar á Hringdu

Dagsektir verði lagðar á Hringdu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir
Fréttir
Í gær

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð