fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fréttir

Segja að Leigufélag aldraðra hafi orðið „fórnarlamb óráðvandra athafnamanna sem fyrst og fremst var umhugað um að þyngja eigin pyngju“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 08:17

Íbúðir Leigufélags aldraðra í Vatnsholti hafa verið seldar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír varamenn í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB), þau Bessí Jóhannsdóttir, Jón Guðmundsson og Ragnar Árnason segja í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að Leigufélag aldraðra, sem er óhagnaðardrifið félag sem stofnað var af FEB, hafi orðið „fórnarlamb óráðvandra
athafnamanna sem fyrst og fremst var umhugað um að þyngja eigin pyngju.“

Þetta hafi umræddum mönnum tekist vegna sinnuleysis stjórnar FEB og athafnaleysis meirihluta stjórnarinnar þegar athygli hafi verið vakinn á vandanum.

„Afleiðingin er óhæfilegur kostnaður við byggingar leigufélagsins og síðan fjárþrot þess. Eldri borgarar í FEB og aðrir þegnar þessa lands borga auðvitað brúsann. Önnur leigufélög og byggingarfélög eldri borgara geta sömuleiðis orðið fórnarlömb sömu afla,“ segja greinarhöfundar og segjast vonast til þess að grein þeirra verði til þess að minnka líkurnar á því að svo verði.

Bjargað frá gjaldþroti

Morgunblaðið greindi frá fjárhagsvanda Leigufélags aldraðra á dögunum sem var til kominn vegna þess að framkvæmdakostnaður við íbúðir sem félagið byggði fór úr böndunum og að allt hefði ekki verið með felldu í rekstri félagsins um skeið.

Til þess að reyna að bjarga því sem bjargað varð var ákveðið að heimila sölu á  80 íbúðum félagsins,  alls 49 íbúðir við Vatns­holt 1 og 3 í Reykja­vík og 31 íbúð að Dal­braut 6 á Akra­nesi, til Brák­ar íbúðafé­lags, sem er óhagnaðardrif­in hús­næðis­sjálf­seign­ar­stofn­un í eigu fjölda sveitarfélaga. Óvíst er þó hvort að það verði til þess að fjárhag leigufélagsins sé borgið.

Í áðurnefndri grein rekja þremenningarnir sögu Leigufélagsins og af hverju málefni félagsins séu komin út í skurð að þeirra mati. Segja þau meðal annars að fyrir hefði legið að stjórn FEB átti að tilnefna sérstakt fulltrúaráð sem stýrði Leigufélaginu óbeint. Það hafi stjórnin látið hjá líða til ársins 2021 sem varð til þess að Leigufélagið var sjálfala fyrstu árin.

Beggja vegna borðsins

„Ekki bætti úr skák að stjórn FEB gerði í upphafi samning við utanaðkomandi fyrirtæki, Vildarhús ehf., um rekstur og framkvæmdastjórn leigufélagsins
gegn fjárhagslegri þóknun. Einn eigandi Vildarhúsa ehf. varð framkvæmdastjóri leigufélagsins og hinn formaður stjórnar þess. Nokkrir aðrir í stjórn voru og samstarfsaðilar eigenda Vildarhúsa. Þannig tók þessi viðskiptaaðili Leigufélags aldraðra í raun yfir félagið og gerði samninga við sjálfan sig án aðkomu
annarra, þ. á m. stjórnar FEB,“ segja þremenningarnir í greininni.

Þá hafi einnig eigandi annars utanaðkomandi fyrirtækis í byggingargeiranum, SHP-ráðgjafar, setið í stjórn Leigufélagsins.

„Það fyrirtæki átti eftir að leika stórt hlutverk í framkvæmdum og fjárþroti leigufélagsins. Framkvæmdastjóri þess félags gegndi á sínum tíma formennsku í stjórn leigufélagsins jafnframt því að hann var helsti viðskipta- og framkvæmdaaðili þess. Mikið skorti því á að viðunandi félagslegt og fjárhagslegt aðhald væri á  starfsemi Leigufélags aldraðra. Þannig gerði endurskoðunarfyrirtækið Deloitte sérstaka athugasemd í endurskoðunarskýrslu 29. ágúst
2022 við ofteknar þóknanir viðskiptaaðila leigufélagsins, sem þá sátu einnig í stjórn félagsins og voru því beggja vegna borðsins,“ segir í greininni.

Umdeild framkvæmd á íbúðum við Dalbraut á Akranesi hafi reynst Leigufélaginu dýrkeypt og að endingu hafi gjaldþrot blasað við.

„Í stað þess að félagið færi til gjaldþrotaskipta með tilsvarandi óvissu og áhættu fyrir aldraða leigutaka félagsins tók Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun (HMS), sem fer með framkvæmd laga um almennar íbúðir, þá þakkarverðu ákvörðun að taka félagið í sína umsjón og leysa fjárhagsvandann án þess að skerða hag núverandi leigutaka. Jafnframt þessu ákvað HMS að taka sérstaklega til rannsóknar fyrri starfsemi
stjórnar leigufélagsins, framkvæmdir og samninga við birgja,“ segir í greininni.

Vilja fela staðreyndir málsins

Í september 2021 hafi stjórn FEB loks skipað fulltrúaráð fyrir Leigufélag aldraðra sem tók umsvifalaust til verka og freistaði þess að fjarlægja viðskiptamenn Leigufélagsins úr stjórn þess og koma rekstrinum í eðlilegan farveg.

„Þessi viðleitni mætti eins og við mátti búast harðri andstöðu þáverandi stjórnenda félagsins. Sérkennilegra er að þessi andstaða naut stuðnings meirihluta stjórnarmanna í FEB. Varð það til þess að hinu „óþægilega“ fulltrúaráði var formálalaust vikið frá á haustdögum 2023 og annað „auðsveipara“ skipað í staðinn. Félagsmenn FEB geta kynnt sér skipan þessa fulltrúaráðs á heimasíðu félagsins. Núverandi meirihluti stjórnar FEB hefur því miður verið
við sama heygarðshornið. Viðleitni okkar frá því við vorum kjörin í stjórnina árið 2024 til að bæta starfshætti Leigufélags aldraðra og ítrekuðum tilraunum okkar til að fá sæmilega úttekt á starfseminni hefur einfaldlega ýmist verið hafnað eða stungið undir stól. Jafnvel nú þegar HMS hefur tekið leigufélagið yfir
vill meirihluti stjórnar FEB enn fela staðreyndir málsins fyrir félagsmönnum,“ segja þremenningarnir í grein sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arna veiktist 11 ára af lömunarsjúkdómi – Bataferlið var langt – „Þetta er ekki bara sorg eða sársauki“

Arna veiktist 11 ára af lömunarsjúkdómi – Bataferlið var langt – „Þetta er ekki bara sorg eða sársauki“
Fréttir
Í gær

Bubbi varar við svikahröppum í sínu nafni – „Engin leið að mér virðist til að stöðva þetta“

Bubbi varar við svikahröppum í sínu nafni – „Engin leið að mér virðist til að stöðva þetta“
Fréttir
Í gær

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“