fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 20:30

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Lögbirtingablaðinu í dag er birt ákæra á hendur nígerískum karlmanni á sextugsaldri og hann kvaddur til að mæta fyrir dóm í apríl. Er maðurinn ákærður fyrir peningaþvætti með því að reyna að flytja illa fengið fé, að andvirði hátt í einnar milljónar króna, úr landi en hann var stöðvaður í Leifsstöð áður en hann sté um borð í flugvél.

Í ákærunni segir að maðurinn hafi gerst sekur um peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu 23. ágúst 2022 til 24. ágúst 2022 tekið við samtals 991.246 krónum í reiðufé frá óþekktum aðila eða aðilum en honum hafi ekki getað dulist að um væri að ræða ávinning af refsiverðum brotum. Maðurinn er sagður hafa skipt hluta af íslensku krónunum, samtals 671.746 í 4.370 evrur.

Hafi hann skipt fénu annars vegar í Landsbankanum og hins vegar í Arion banka. Fyrst hafi hann farið 24. ágúst í Landsbankann og skipt 142.106 krónum í 995 evrur. Síðar sama dag hafi hann farið í útibú Arion banka og skipt í tveimur aðskildum færslum samtals 499.640 krónum í 3.375 evrur.

Leyndi

Segir í ákærunni að maðurinn hafi verið með þetta fé, 349.500 krónur og 4.370 evrur, í vörslu sinni þegar lögreglan hafi fundið það og haldlagt við leit á manninum þegar hann var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sama daginn og hann heimsótti bankana tvo, 24. ágúst 2022, á leið til Amsterdam í Hollandi.

Maðurinn er eins og áður segir ákærður fyrir peningaþvætti og segir í ákærunni að með háttsemi sinni hafi hann móttekið ávinning af refsiverðum brotum, umbreytt honum að hluta, geymt ávinninginn, flutt hann og leynt og þar að auki upplýsingum um uppruna, eðli, staðsetningu og ráðstöfun hans.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að féð verði gert upptækt auk vaxta og verðbóta.

Mál mannsins verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í apríl næstkomandi. Mæti hann ekki og haldi uppi vörnum verður það talið ígildi játningar.

Oftast eru ákærur birtar í Lögbirtingablaðinu ef ekki tekst að birta þær hinum ákærðu. Hvort Nígeríumaðurinn eigi eftir að mæta í Héraðsdóm Reykjaness þegar að máli hans kemur á því eftir að koma í ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum
Fréttir
Í gær

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“
Fréttir
Í gær

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin