fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fréttir

Möguleiki á eldingaveðri í kvöld og til morguns

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 12:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Möguleiki er á að það bresti á með þrumum og eldingum um landið sunnan- og vestanvert þegar éljaloft gengur yfir landið í kvöld og til morguns. Þetta kemur fram í athugasemdum veðurfræðings við veðurspá næsta sólarhringinn inn á vef Veðurstofunnar.

Í byrjun febrúar gekk eldingaveður yfir höfuðborgarsvæðið og vakti það mikla athygli þegar eldingu laust niður í Hallgrímskirkjuturn.

Horfur næsta sólarhringsins eru annars þær að búist er við suðvestlægri eða breytilegri átt með 5-13 m/s. Dálítil snjókoma og hiti um eða undir frostmarki. Éljagangur sunnan- og vestantil síðdegis, en birtir til um landið norðaustanvert.

Víða él á morgun, en úrkomuminna norðanlands. Frost 0 til 7 stig, en sums staðar frostlaust við suður- og vesturströndina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segja að Leigufélag aldraðra hafi orðið „fórnarlamb óráðvandra athafnamanna sem fyrst og fremst var umhugað um að þyngja eigin pyngju“

Segja að Leigufélag aldraðra hafi orðið „fórnarlamb óráðvandra athafnamanna sem fyrst og fremst var umhugað um að þyngja eigin pyngju“
Fréttir
Í gær

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300
Fréttir
Í gær

Arna veiktist 11 ára af lömunarsjúkdómi – Bataferlið var langt – „Þetta er ekki bara sorg eða sársauki“

Arna veiktist 11 ára af lömunarsjúkdómi – Bataferlið var langt – „Þetta er ekki bara sorg eða sársauki“
Fréttir
Í gær

Bubbi varar við svikahröppum í sínu nafni – „Engin leið að mér virðist til að stöðva þetta“

Bubbi varar við svikahröppum í sínu nafni – „Engin leið að mér virðist til að stöðva þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna