fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. febrúar 2025 13:01

Mynd: Vilhelm. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur hafnað tillögu Ástráðar Haraldssonar ríkissáttasemjara sem lögð var fram í gærkvöldi og hafði það að markmiðið að binda endi á kjaradeildu kennara við ríkið og sveitarfélög. Kennarar höfðu fyrir sitt leyti samþykkt tillöguna.

Í frétt RÚV segir að kennarar um allt land hafi margir hverjir gengið út af vinnustöðum sínum.  Þannig hafi tilkynning verið send á foreldra barna í Hörðuvallaskóla, klukkan 12:05, þess efnis að börn væru á leið heim.

DV hefur undir höndum tölvupóst frá Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði sem barst rétt fyrir klukkan 13. Þar segir:

„Nú í framhaldi af því að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hafnaði innanhússtillögu ríkissáttasemjara frá því í gær hafa kennarar gengið út úr mörgum skólum landsins. Það á einnig við um kennara í Skarðshlíðarskóla. Nemendur í 5.-10. bekk hafa verið sendir heim. Forráðamenn nemenda í 1.-4. bekk eru beðnir um að sækja börnin sín sem fyrst. Tekið skal fram að nemendur eru í umsjá starfsfólks og í góðum höndum.“

RÚV ræddi einnig við Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands, í hádegisfréttum sínum og var hann ómyrkur í máli.

„Það er með ólíkindum það sem sambandið leggur fram sem ástæðu. Þau höfðu samþykkt forsenduákvæðið í janúar og það hefur greinilega breyst í febrúar,“ sagði Magnús sem gagnrýndi einnig ríkið fyrir að svara ekki ríkissáttasemjara.

Ríkið semur við framhaldsskóla og hófst verkfall í fimm framhaldsskólum í morgun.

„Ríkið ákvað í ljósi þess að sambandið sagði nei, sem ég held reyndar að hafi aldrei gerst í sögunni áður, að stjórn sambandsins neiti kjarasamningstillögu, þá telur ríkið sig ekki þurfa að svara sáttasemjara. Það finnast okkur sérkennileg skilaboð út í fimm framhaldsskóla sem fóru í verkfall í dag, að yfirmenn framhaldsskólans láti ekki svo lítið að svara þessari tillögu. Það finnst mér með ólíkindum,“ sagði hann við RÚV.

Í frétt Vísis nú í hádeginu kom fram að kennarar ætli að fjölmenna á borgarstjórnarfund klukkan 16:30 en þar verða einmitt greidd atkvæði um nýjan meirihluta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta fá farþegar Delta í bætur eftir flugslysið

Þetta fá farþegar Delta í bætur eftir flugslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir stúlku í Breiðholtsskóla óttast að stórslys sé í uppsiglingu – Mættu með öxi heim til nemanda

Faðir stúlku í Breiðholtsskóla óttast að stórslys sé í uppsiglingu – Mættu með öxi heim til nemanda