fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 19:30

Ökumaðurinn keyrði á Vatnsendatorg í Kópavogi. Mynd: Skjáskot/Já.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir skömmu komst úrskurðarnefnd í vátryggingamálum að þeirri niðurstöðu að ökumaður sem viðurkenndi að hafa lokað augunum undir stýri í skamma stund, við að aka heim af næturvakt, og keyrt á hringtorg ætti þrátt fyrir það rétt til fullra bóta úr slysatryggingu hjá ónefndu tryggingafélagi sem hefur neitað að hlíta úrskurðinum.

Í lögregluskýrslu frá því í apríl 2024 kom fram að ökumaðurinn ók bifreið sinni á hringtorg, nánar tiltekið svonefnt Vatnsendatorg, í Kópavogi. Í sömu skýrslu er haft eftir ökumanninum að hann hafi verið að að aka heim til sín af næturvakt, gleymt sér í örskamma stund við aksturinn og lokað augunum og þegar hann hafi opnað augun aftur hafi hann ekið á hringtorgið. Í skýrslunni kemur einnig fram að hann hafi fundið fyrir eymslum eftir atvikið. Í tilkynningu hans til tryggingafélagsins um tjónið kemur
fram að hann hafi sofnað undir stýri eftir næturvakt með þeim afleiðingum að hann keyrði upp á hringtorg. Í sjúkraskrá ökumannsins er einnig haft eftir honum að hann hafi sofnað undir stýri.

Gáleysi eða ekki gáleysi

Ökumaðurinn vildi hins vegar meina að hann hefði ekki sýnt stórkostlegt gáleysi við aksturinn og það eitt að hafa ekið heim eftir næturvakt geti ekki talist gáleysi. Einnig hafi skráning í sjúkraskrá um að hann hafi sofnað undir stýri verið ónákvæm miðað við það sem haft hafi verið eftir honum í lögregluskýrslu, en sá framburður hafi
verið strax eftir atburðinn. Enn fremur sé ekkert að finna í sjúkraskrá um að hann hafi verið ófær um akstur í umrætt sinn.

Í andsvörum sínum vísaði tryggingafélagið í tjónstilkynningu ökumannsins og önnur gögn sem það sagði sýna fram á að hann hefði sofnað undir stýri. Með því hafi hann bæði brotið umferðarlög og varúðarreglu skilmála félagsins. Með þessu hafi ökumaðurinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og því sé félaginu heimilt að takmarka bætur til hans um helming.

Ökumaðurinn ítrekaði það að orðalag um að hann hefði sofnað undir stýri væri ónákvæmt. Hann hefði tjáð lögreglunni þegar slysið varð að hann hefði gleymt sér í smástund og lokað augunum. Hann ítrekaði enn fremur að læknisfræðileg gögn bentu ekki til að hann hefði verið ófær um að aka bílnum. Tryggingafélagið vildi hins vegar meina að enginn sofni undir stýri án þess að vera vansvefta og með því sé viðkomandi að stofna sjálfum sér og öðrum í hættu.

Sönnunarbyrðin

Í niðurstöðu úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum segir að samkvæmt lögum sé það tryggingafélagsins að sanna að ökumaðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Röksemdir félagsins séu fyrst og fremst þær að almenn rök hnígi til þess að vansvefta ökumaðurinn hafi verið ófær um að stjórna ökutæki örugglega og hann hafi sagst hafa sofnað undir stýri. Í frumskýrslu lögreglu vegna málsins sé haft eftir honum að hann hafi lokað augunum um stund og þannig misst stjórn á bílnum. Gögn málsins bendi ekki til þess að rannsókn lögreglu hafi beinst að því að ökumaðurinn hafi verið ófær um að aka bifreið í umrætt sinn.

Nefndin segir að þó fram komi upplýsingar í sjúkraskrá og tjónstilkynningu um að ökumaðurinn hafi þar sagst hafa sofnað undir stýri verði að meta þær upplýsingar í samræmi við framburð hans í frumskýrslu lögreglu. Ekki komi fram frekari upplýsingar í læknisfræðilegum gögnum um að ástand ökumannsins hafi verið þannig að hann hafi verið ófær um akstur.

Þar með sé vafi kominn upp um hvort ökumaðurinn hafi verið í umrætt sinn líkamlega fær um að aka bílnum og hvort hann hafi mátt vita að svo væri mögulega ekki.

Hallann af þessa sönnunarskorti verði tryggingafélagið að bera og því eigi ökumaðurinn rétt á fullum bótum úr slysatryggingunni.

Úrskurðurinn er hins vegar merktur með þeim orðum að varnaraðili, þ.e. tryggingafélagið, hafi hafnað því að fara eftir úrskurðinum. Ekki kemur hins vegar fram á hvaða forsendum sú neitun var sett fram en þar með stendur félagið fast á því að greiða ökumanninum helminginn af bótunum en ekki að fullu eins og nefndin segir hann eiga rétt á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Í gær

Barátta Jóns gegn tryggingafélagi eftir slys og aðgerð á Spáni – „Það er þessi lygi alltaf, þetta er náttúrlega galið“

Barátta Jóns gegn tryggingafélagi eftir slys og aðgerð á Spáni – „Það er þessi lygi alltaf, þetta er náttúrlega galið“
Fréttir
Í gær

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Í gær

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“
Fréttir
Í gær

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“