fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Fréttir

Hrækti og skallaði við bráðamóttökuna

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona hefur verið sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að skalla og hrækja á lögreglumenn við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.

Átti þetta sér stað aðfaranótt sunnudags árið 2023. Hrækti konan í andlit eins lögreglumanns og lenti hrákinn í auga hans. Annan lögreglumann skallaði konan í andlitið og hlaut hann högg á nef og kinnbein.

Konan játaði skýlaust. Hún hefur áður komist í kast við laganna verði en árið 2018 hlaut hún sekt á Spáni vegna óhlýðni og mótþróa gagnvart yfirvöldum. Við meðferð málsins fyrir dómi lýsti konan yfir iðrun og sagðist hafa leitað sér aðstoðar.

Það var metið henni til refsilækkunar að um 18 mánuðir eru liðnir frá broti hennar og segir í dómnum að henni verði ekki kennt um þann drátt sem hefði orðið á meðferð málsins.

Því þótti hæfilegt að dæma konuna í 60 daga skilorðsbundið fangelsi en refsingin fellur niður eftir tvö ár haldi konan skilorðið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Aftur unnin skemmdarverk á regnbogafána í leikskóla í Hafnarfirði

Aftur unnin skemmdarverk á regnbogafána í leikskóla í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jökull er búinn að fá nóg af lausum köttum – „Og það versta er you coul’nt care less…“

Jökull er búinn að fá nóg af lausum köttum – „Og það versta er you coul’nt care less…“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fleiri Íslendingar hlynntir aðild að ESB en andvígir

Fleiri Íslendingar hlynntir aðild að ESB en andvígir
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tengdamömmunni misboðið: „Ég vil helst að hún standi í pontu Alþing­is og biðji mig afsökunar þar“

Tengdamömmunni misboðið: „Ég vil helst að hún standi í pontu Alþing­is og biðji mig afsökunar þar“
Fréttir
Í gær

Bandarískir ferðamenn sagðir sýna ótrúlegan dónaskap á Íslandi – „Hún sló í myndavélina mína með göngustafnum“

Bandarískir ferðamenn sagðir sýna ótrúlegan dónaskap á Íslandi – „Hún sló í myndavélina mína með göngustafnum“
Fréttir
Í gær

Þóra segir að byltingin sé nú búin að éta börnin sín – „Við lentum í því að vóka yfir okkur“ 

Þóra segir að byltingin sé nú búin að éta börnin sín – „Við lentum í því að vóka yfir okkur“ 
Fréttir
Í gær

Upplifði martröð eftir að hafa leigt húsið út á Airbnb

Upplifði martröð eftir að hafa leigt húsið út á Airbnb
Fréttir
Í gær

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“