Banaslys varð á Þingvallavegi í morgun þegar ökumaður steypubifreiðar lést.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Þegar greint var frá slysinu í morgun kom fram að það hefði verið alvarlegt og að einn aðili hafi verið í ökutækinu sem kom við sögu.
Í tilkynningunni kemur fram að rannsókn lögreglu sé á frumstigi og ekki sé unnt að gefa upp nafn hins látna að sinni.