fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fréttir

Þjófagengi herjaði á heimili íþróttamanna á meðan þeir voru að spila – Kelce og Mahomes á meðal fórnarlamba

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 21:00

Mahomes og Kelce urðu fyrir barðinu á genginu. Myndir/Getty/Lögreglan í Flórída

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

NFL stjörnurnar Travis Kelce og Patrick Mahomes eru á meðal fórnarlamba bíræfins þjófagengis sem herjaði á heimili þekktra íþróttamanna í Bandaríkjunum. Sjö hafa verið ákærðir í málinu.

Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN greinir frá þessu.

Sjö menn frá Síle hafa verið ákærðir fyrir víðtækan þjófnað á heimilum þekktra íþróttamanna í Bandaríkjunum. Talið er að þeir hafi stolið verðmætum sem nema að minnsta kosti 2 milljónum Bandaríkjadala. Það er um 280 milljónum íslenskra króna.

Samkvæmt ákæruskjalinu hefur þjófagengið herjað á leikmenn í NFL (amerískur ruðningur) og NBA (körfubolti) deildunum. Hafi þeir brotist inn á heimili leikmanna á meðan þeir voru að spila og látið greipar sópa. Fyrsta innbrotið sem vitað er um var í október á síðasta ári og það síðasta í desember.

10 ára fangelsi

Sjömenningarnir heita Pablo Zuniga Cartes, Ignacio Zuniga Cartes, Bastian Jimenez Freraut, Jordan Quiroga Sanchez, Bastian Orellano Morales, Alexander Huiaguil Chavez og Sergio Ortega Cabello. Þeir eru á aldrinum 20 til 38 ára gamlir.

Mennirnir náðu miklum verðmætum af heimilum íþróttamannanna. Mynd/Lögreglan í Flórída.

Verði þeir fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsisdóm. Á meðal gagna málsins er ljósmynd sem fjórir af þeim tóku af sér með þýfi úr heimili eins íþróttamannsins, Bobby Portis. Þar á meðal nokkuð af armbandsúrum.

Risastjörnur

Téður Portis er körfuboltaleikmaður sem leikur með liðinu Milwaukee Bucks. Heimili hans var rænt 2. nóvember.

Þekktustu leikmennirnir sem hafa orðið fyrir barðinu á þjófagenginu síleska eru NFL stjörnurnar Patrick Mahomes og Travis Kelce. En sá síðarnefndi er þó reyndar þekktari fyrir samband sitt við poppstjörnuna Taylor Swift heldur en afrek inni á vellinum. Báðir leika þeir með liðinu Kansas City Chiefs. Heimili þeirra voru rænd í október síðastliðnum. Einnig var heimili annarrar NFL stjörnu, Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals, rænt.

Vöktuðu heimili og samfélagsmiðla

Áður en gengið var gómað hafði alríkislögreglan í Bandaríkjunum varað atvinnuíþróttamenn við því að líklega væri um skipulega brotastarfsemi að ræða. Ránin sem hefðu verið framin hefðu verið ákaflega vel skipulögð og úthugsuð.

Þjófarnir höfðu vaktað heimili íþróttamannanna í aðdraganda innbrotanna, bæði í eigin persónu og með tæknibúnaði. Þá höfðu þeir fylgst með leikskipulagi og hegðun leikmannanna, til dæmis á samfélagsmiðlum. Hafi þeir vitað hvar á heimilum þeirra verðmæti var að finna.

Við innbrotin sjálf notuðu þeir tæknibúnað til að slökkva á WiFi og öryggiskerfum, huldu öryggismyndavélar og notuðu dulbúninga. Engu að síður létu hinir fingralöngu Sílemenn góma sig með sjálfuna sem fylgir þessari frétt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri
Fréttir
Í gær

Verkföll boðuð í Hafnarfirði og Fjarðabyggð

Verkföll boðuð í Hafnarfirði og Fjarðabyggð