Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og vopnalagabrot með því að hafa laugardaginn 11. desember árið 2021, innandyra í Kringlunni, veist að manni og slegið hann endurtekið í höfuð og búk með kylfu, með þeim afleiðingum að brotaþoli féll í gólfið. Er hinn ákærði sakaður um að hafa í kjölfarið haldið áfram að berja manninn með kylfunni á meðan hann lá í gólfinu.
Brotaþoli hlaut yfirborðsáverka á höfði og vinstri framhandlegg og mar á brjóstkassa, höndum og úlnliðum.
Ákærði hafði umrædda kylfu í sinni vörslu þegar en lögregla fann hana skammt frá brotavettvangi.
Brotaþoli krefst miskabóta að fjárhæð 1.250.000 krónur.
Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. febrúar næstkomandi.