Svarendur í nýrri könnun hafa mestu væntingarnar til Kristrúnar Frostadóttur og minnstar væntingar til Ingu Sæland af ráðherrum í nýrri ríkisstjórn. Heilt yfir eru mestar væntingarnar til ráðherra Samfylkingar.
Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu.
Áberandi flestir hafa mestar væntingar til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, eða 36,7 prósent. Enginn annar ráðherra nær 12 prósentum.
11,7 prósent hafa mestar væntingar til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra, 11,2 prósent til Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra, 10 prósent til Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, 9,2 prósent til Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra, 7,8 prósent til Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, 4,5 prósent til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, 2,6 prósent til Loga Más Einarssonar menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, 2,4 prósent til Ástu Lóu Þórhallsdóttur mennta- og barnamálaráðherra, 2,3 prósent til Eyjólfs Ármannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og 1,4 prósent til Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
Þegar fólk var spurt hvaða ráðherra það bæri minnstar væntingar til var Inga Sæland með 33,1 prósent en allir aðrir ráðherrar undir 13 prósentum.
Greint niður eftir flokkum sést að kjósendur Samfylkingar, Sósíalistaflokks, Pírata, Miðflokks og Framsóknarflokks hefur mesta trú á Kristrúnu. Kjósendur Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks hafa mesta trú á Þorgerði Katrínu. Kjósendur Flokks fólksins hafa mesta trú á Ingu Sæland. Þá hafa kjósendur Vinstri grænna mesta trú á Ölmu D. Möller.
Könnunin var netkönnun gerð dagana 12. til 17. febrúar. Svarendur voru 1511.