fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fréttir

Einar Þór: „Þegar það ger­ist þá erum við með sjúk­ling­inn fljúg­andi“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Strand, sjúkraflutningamaður og slökkviliðsstjóri í Stykkishólmi, segir að blæðingar og bylgjur í vegum hafi veruleg áhrif á sjúkraflutninga.

Staðan á Vesturlandi hefur verið erfið að undanförnu og segir Einar í viðtali í Morgunblaðinu í dag að blæðingarnar sem slíkar séu ekki helsta vandamálið heldur þær bylgjur og hvörf sem myndast þegar ekið er með blá ljós á seinna hundraðinu með sjúkling í bílnum.

„Maður man nátt­úru­lega ekki alltaf eft­ir öll­um hvörf­um í veg­in­um og þegar það ger­ist þá erum við með sjúk­ling­inn fljúg­andi,“ segir hann við Morgunblaðið í dag.

Einar er gagnrýninn á stöðuna og segir að frostlyfting sem ekki gengur til baka sé ástæðan fyrir bylgjunum og hvörfunum.  „Og vanda­málið held­ur áfram að vaxa á sama tíma og ekki fæst nema þriðjung­ur af þeim pen­ing­um sem í vega­kerfið er inn­heimt með margs kon­ar gjöld­um til rík­is­ins,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt