Þetta sagði Keith Kellogg, sérstakur útsendari Donald Trump í málefnum Úkraínu og Rússlands, á öryggisráðstefnunni í München. Kyiv Post skýrir frá þessu.
Þegar hann var spurður hvað Rússar þurfi að búa sig undir í friðarviðræðunum, sagði hann að þeir verði til dæmis að búa sig undir að láta land af hendi.
Hann skýrði ummæli sín ekki nánar en sagði að hann telji hugmyndir Bandaríkjanna um frið, vera raunhæfar.