Þetta segir bandaríska hugveitan Institut for the Study of War (ISW).
ISW segir að Meduza hafi skrifað að rússneska ríkisstjórnin hafi skipað ríkisfjölmiðlum landsins að fjalla ekki mikið um Trump en beina þess í stað sjónum sínum að Pútín og stilla honum upp sem sterkum leiðtoga sem hiki ekki við að taka ákvarðanir. Einnig eiga fjölmiðlarnir að setja öll símtöl á milli forsetanna tveggja upp sem sigur fyrir Pútín.
ISW segir að þetta falli vel að stefnu Rússa um stilla málum þannig upp að Bandaríkin séu eini mótaðilinn hvað varðar málefni Úkraínu. Þetta er tilraun Rússa til að sannfæra Bandaríkin um að hunsa hagsmuni Úkraínu og fallast á óskir Rússa um að ljúka stríðinu.