fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 07:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þykir ganga kraftaverki næst að allir hafi sloppið lifandi þegar vél flugfélagsins Delta brotlenti á Perason-flugvellinum í Toronto í gær.

Meðfylgjandi myndband sýnir þegar vélin kom til lendingar en eins og sést lenti hún býsna harkalega og endaði vængjalaus á hvolfi. Töluverður eldur blossaði upp í kjölfar slyssins.

Sjá einnig: Flugvél vængjalaus og á hvolfi eftir brotlendingu í Toronto

76 farþegar voru um borð í vélinni og fjögurra manna áhöfn en í gærkvöldi var greint frá því að fimmtán farþegar hefðu slasast, þar af þrír alvarlega. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir en veður var slæmt á vettvangi og hafði flugferðum verið aflýst fyrr um daginn. Vélin sem um ræðir er af gerðinni Bombardier CR900.

CNN ræddi í gær við John Nelson, farþega um borð í vélinni, sem rifjaði upp að lendingin hafi verið mjög harkaleg. Vélin hafi farið á hliðina og svo á hvolf áður en hún staðnæmdist. „Við tókum eftir því að það var mjög mikill vindur á flugvellinum og snjórinn hafði fokið yfir flugbrautina. Þannig að maður sá að ástandið var varasamt þegar við komum til lendingar.“

Meðfylgjandi eru myndbönd sem birtust á vef Mail Online í morgun.

 

Hér má sjá myndband sem farþegi í vélinni tók eftir slysið:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala
Fréttir
Í gær

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“
Fréttir
Í gær

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“