fbpx
Þriðjudagur 18.febrúar 2025
Fréttir

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 07:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þykir ganga kraftaverki næst að allir hafi sloppið lifandi þegar vél flugfélagsins Delta brotlenti á Perason-flugvellinum í Toronto í gær.

Meðfylgjandi myndband sýnir þegar vélin kom til lendingar en eins og sést lenti hún býsna harkalega og endaði vængjalaus á hvolfi. Töluverður eldur blossaði upp í kjölfar slyssins.

Sjá einnig: Flugvél vængjalaus og á hvolfi eftir brotlendingu í Toronto

76 farþegar voru um borð í vélinni og fjögurra manna áhöfn en í gærkvöldi var greint frá því að fimmtán farþegar hefðu slasast, þar af þrír alvarlega. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir en veður var slæmt á vettvangi og hafði flugferðum verið aflýst fyrr um daginn. Vélin sem um ræðir er af gerðinni Bombardier CR900.

CNN ræddi í gær við John Nelson, farþega um borð í vélinni, sem rifjaði upp að lendingin hafi verið mjög harkaleg. Vélin hafi farið á hliðina og svo á hvolf áður en hún staðnæmdist. „Við tókum eftir því að það var mjög mikill vindur á flugvellinum og snjórinn hafði fokið yfir flugbrautina. Þannig að maður sá að ástandið var varasamt þegar við komum til lendingar.“

Meðfylgjandi eru myndbönd sem birtust á vef Mail Online í morgun.

 

Hér má sjá myndband sem farþegi í vélinni tók eftir slysið:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Takmarkanir settar á útlitsbreytandi meðferðir með fylliefnum

Takmarkanir settar á útlitsbreytandi meðferðir með fylliefnum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þrátt fyrir mikið mannfall og refsiaðgerðir styðja Rússar enn stríðsreksturinn

Þrátt fyrir mikið mannfall og refsiaðgerðir styðja Rússar enn stríðsreksturinn
Fréttir
Í gær

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“
Fréttir
Í gær

Fleiri fylgjandi vegtollum en á móti í fyrsta sinn – Framsóknarmenn hrifnastir

Fleiri fylgjandi vegtollum en á móti í fyrsta sinn – Framsóknarmenn hrifnastir