fbpx
Þriðjudagur 18.febrúar 2025
Fréttir

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sektuð um fimm milljónir fyrir að brjóta lög

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 13:43

Mynd-mjodd.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Persónuvernd hefur lagt fimm milljóna króna stjórnvaldssekt á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sektin er tilkomin vegna þess að Heilusgæslan sameinaði sjúkarskrárkerfi sitt við sjúkraskrárkerfi annarra aðila, meðal annars einkarekinna heilsugæslustöðva, sem höfðu þannig aðgang að sjúkraskrám sjúklinga stofnunarinnar. Er það niðurstaða Persónuverndar að heilsugæslunni hafi ekki tekist að sýna fram á að henni hafi verið þetta heimilt í öllum tilvikum samkvæmt lögum um persónuvernd.

Persónuvernd tók málið til athugunar að eigin frumkvæði. Í ákvörðun hennar kemur fram að Heilugæsla höfuðborgarsvæðisins hafi gert samkomulag við tólf aðila um sameiginlegt sjúkraskrárkerfi og/eða heimildir til aðgangs að sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar á árunum 2016-2023. Þessir aðilar voru Heilsugæslan Lágmúla, Heimaþjónusta Reykjavíkur, Heilsugæslan Höfða, Heilsugæslan Salahverfi, Heilsugæslan Urðarhvarfi, Knattspyrnusamband Íslands, Fluglæknasetrið, Samgöngustofa, Janus endurhæfing ehf., Heilsugæslan Höfða Suðurnesjum og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Að auki var opnað fyrir aðganga þriggja hjúkrunarfræðinga Vinnumálastofnunar að sjúkraskrárkerfi heilsugæslunnar án þess að gerður hafi verið skriflegur samningur þess efnis. Samningur við Janus endurhæfingu er hins vegar runninn út og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók yfir samninginn við Heimaþjónustu Reykjavíkur.

Í ákvörðuninni segir einnig að heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafi upplýst um að fjöldi skráðra einstaklinga, sem flett hafi verið upp af einhverjum þessara 12 aðila, sé um 195.000. Í sjúkraskrárkerfi heilsugæslunnar sé að finna 517.429 einstaklinga, lífs og liðna, innlenda sem erlenda. Ekki séu hins vegar heilsufarsupplýsingar um alla umrædda einstaklinga til staðar í grunninum, þar sem stofnun sjúklings í sjúklingagrunn geti byggt á öðrum aðstæðum en beinni heimsókn skjólstæðings í leit að heilbrigðisþjónustu. Heilsugæslan áætli að um 450.000 sjúkraskrár séu til staðar í kerfinu.

Skiluðu ekki gögn

Persónuvernd segir viðauka með öryggiskröfum hafa verið gerða við hluta þessara samninga. Samningur við Heilsugæsluna Lágmúla hafi verið gerður að undangenginni leyfisveitingu velferðarráðuneytisins og umsögn Persónuverndar. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hafi hins vegar ekki skilað af sér skriflegu áhættumati og skrásetningu á öryggisráðstöfunum í hinu nýja kerfi eins og Persónuvernd hafi farið fram á.

Persónuvernd segir hina samningana um sameinuð sjúkraskrákerfi kveða á um að leyfi ráðherra skuli aflað, að undangenginni staðfestingu Persónuverndar. Umræddir samningar, fyrir utan þann sem gerður var við Heilsugæsluna Lágmúla, hafi hins vegar ekki farið í formlegt ferli leyfisveitingar þegar til þeirra var stofnað. Því liggi hvorki fyrir leyfi ráðherra né staðfesting Persónuverndar um að öryggi persónuupplýsinga hafi verið tryggt samkvæmt þeim samningum.

Í október síðastliðnum óskaði Heilsugæsla höfuðbrogarsvæðisins eftir leyfi fyrir sameiningu sjúkraskrárkerfa við Heilsugæsluna Höfða, Heilsugæsluna Salahverfi, Heilsugæsluna Urðarhvarfi, Heilsugæsluna Höfða Suðurnesjum og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Þá um leið lokaði heilsugæslan öllum aðgangi sem veittur hafði verið á grundvelli samninga við Samgöngustofu, Knattspyrnusamband Íslands og Fluglæknasetrið. Aðgangi hjúkrunarfræðinga Vinnumálastofnunar var jafnframt lokað.

Aðilar í heilbrigðisþjónustu

Í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu til Persónuverndar kemur fram að sérhverjum samningsaðila hafi verið veittur aðgangur að sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar. Átta aðilanna hafi verið veitendur heilbrigðisþjónustu en samningum hafi verið sagt upp við hina í kjölfar úrskurðar Persónuverndar þess efnis að samningurinn við Samgöngustofu hefði falið í sér brot á lögum. Sex af samningunum séu enn í gildi.

Einungis heilbrigðisstarfsfólk á vegum samningsaðila hafi fengið aðgang að kerfinu og virkt eftirlit hafi verið með uppflettingum. Sameinuð sjúkraskrá hafi verið nauðsynleg þar sem sjúklingar geti notið þjónustu hjá heilsugæslunni sem og þeim aðilum sem samið var við og veita heilbrigðisþjónustu.

Lagði heilsugæslan einnig áherslu á að þótt aðeins hafi verið veitt leyfi fyrir samningnum við Heilsugæsluna Lágmúla þá hafi hinir samningarnir byggt á þeim samningi. Á endanum gekkst heilsugæslan þó við því að annmarkar hefðu verið á meðferð þeirra samninga.

Sektin

Persónuvernd segir í sinni niðurstöðu að þar sem leyfis ráðherra hafi verið aflað fyrir samningnum við Heilugæsluna Lágmúla sé sá samningur lögmætur samkvæmt lögum um sjúkraskrár. Leyfis hafi hins vegar ekki verið aflað í hinum tilvikunum og samkvæmt lögunum þurfi að gera það í hvert sinn sem komið er á sameiginlegu sjúkraskrárkerfi mismunandi stofnana. Ljóst sé að lögin krefjist þess að leitað sé staðfestingar Persónuverndar á öryggi hins sameiginlega sjúkraskrárkerfis við sérhverja leyfisveitingu ráðherra.

Þar af leiðandi er það niðurstaða Persónuverndar að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafi ekki sýnt fram á að sú vinnsla persónuupplýsinga, sem fólst í því að veita öðrum aðilum en Heilsugæslunni Lágmúla aðgang að hinu sameiginlega sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar, hafi verið heimil, samkvæmt lögum um persónuvernd.

Persónuvernd þótti ekki tilefni til að krefjast úrbóta í ljósi þess að sótt hefði verið um leyfi fyrir samningunum við einkareknu heilsugæslustöðvarnar og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og að aðgöngum annarra aðila sem samið var við hefði verið lokað.

Við ákvörðun sektarfjárhæðinnar var horft til þess að ekkert tjón hefði orðið, heilsugæslan hefði gengist við brotum sínum á lögum um persónuvernd og sótt um leyfi en jafn framt lokað fyrir aðgang þeirra að sjúkraskrárkerfinu sem hefðu ekki verið álitnir til þess bærir að hafa slíkan aðgang. Brot heilugæslunnar hefðu hins vegar verið alvarleg og náð til mörg þúsund einstaklinga. Brotin hafi einnig varðað heilufarsupplýsingar. Skýrt hefði einnig verið að heilsugæslunni hefði borið skylda til að fá leyfi ráðherra fyrir öllum samningunum en ekki bara við Heilugæsluna Lágmúla.

Því þótti við hæfi að sekta Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um fimm milljónir króna fyrir þessi brot á lögum um persónuvernd.

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þrátt fyrir mikið mannfall og refsiaðgerðir styðja Rússar enn stríðsreksturinn

Þrátt fyrir mikið mannfall og refsiaðgerðir styðja Rússar enn stríðsreksturinn
Fréttir
Í gær

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“
Fréttir
Í gær

Fleiri fylgjandi vegtollum en á móti í fyrsta sinn – Framsóknarmenn hrifnastir

Fleiri fylgjandi vegtollum en á móti í fyrsta sinn – Framsóknarmenn hrifnastir