fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Fékk net í skrúfuna og var dreginn í land

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 20:17

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upp úr klukkan níu í morgun var áhöfn Húnabjargarinnar, björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Skagaströnd, kölluð út eftir að skipstjóri fiskibáts sem var þá staddur utarlega í Húnaflóa hafði haft sambandvið stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óskað aðstoðar. Net höfðu farið bæði í aðalskrúfu bátsins sem og hliðarskrúfu og ekki hægt að sigla bátnum fyrir eigin vélarafli.

Húnabjörgin lagði úr höfn á Skagaströnd skömmu fyrir klukkan 10. Á vettvangi var hæglætis veður og lítil hætta á ferðum. Sigling Húnabjargar, sem er eitt af eldri björgunarskipum félagsins, tók rétt um tvo tíma og um hádegisbil var búið að koma taug á milli og haldið í átt til Skagastrandar, eins og segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Dráttur gekk vel, þó hægt væri farið, en skipin sigldu til lands á um 6 til 7 sjómílna hraða.

Komið var til hafnar á Skagaströnd um fimmleytið eftir áfallalausa heimsiglingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala
Fréttir
Í gær

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“
Fréttir
Í gær

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“