fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Eldri hjón lentu í tugþúsunda kostnaði og eru reið sýslumanni

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 21:00

Hjónin voru komin til Lissabon þegar þau komust að því að skírteinið var ekki tekið gilt. Myndir/Andri Marínó/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldri hjón lentu í tugþúsunda króna kostnaði hjá erlendri bílaleigu vegna þess að bráðabirgða alþjóðlegt ökuskírteini var ekki tekið gilt. Eru þau reið Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fyrir villandi upplýsingar.

María Jónsdóttir þurfti að endurnýja ökuskírteinið sitt hjá Sýslumanninum í janúar vegna aldurs. Þar sem bið var til að fá nýju skírteinin fékk hún bráðabirgða alþjóðlegt ökuskírteini sem henni var sagt að myndi gilda.

Samningnum rift

Hún og maðurinn hennar, Þorsteinn Gíslason, voru á leið til Portúgal og höfðu pantað bílaleigubíl á hennar nafni og greitt fyrir það. En þegar þau mættu út til Lissabon til þess að sækja bílinn tók bílaleigan ökuskírteinið ekki gilt. Samningnum var rift og María fékk ekki endurgreitt. Þurftu hjónin að panta nýjan bíl á mun hærra verði vegna aldurs hans.

Aðspurð um hvað þetta allt saman hafi kostað þau hjónin segir María 387 evrur. En það gera um 57 þúsund íslenskar krónur.

Löng bið

María segist vera mjög reið Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fyrir villandi upplýsingagjöf.

„Að biðja mig um að koma með mynd af mér fyrir alþjóðlegt ökuskírteini og gefa mér þær upplýsingar að það muni gilda í Portúgal er fáránlegt,“ segir hún. Segist hún ekki vita hvenær hún fær nýtt ökuskírteini. Sú bið getur hlaupið á mánuðum.

Getur ekki keyrt

En það er ekki aðeins kostnaður sem fylgir þessu heldur líka óþægindi. Því María getur ekki keyrt.

„Ég má ekki keyra hér. Þeir vilja ekki sjá rafræn skírteini. Það er 3.500 evru sekt ef ég er ekki með plast skírteini,“ segir María. En það jafngildir um 515 þúsund íslenskum krónum.

María segist ekki enn þá hafa haft samband við Sýslumanninn vegna þessa máls. Það hafi ekki gefist tími til þess enn þá en hún hafi hugleitt að finna sér lögmann til að reyna að fá endurgreiðslu fyrir kostnaðinum sem af þessu öllu hefur hlotist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala
Fréttir
Í gær

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“
Fréttir
Í gær

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“