fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Zelensky með skýr skilaboð – „Ég held að tíminn sé kominn“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. febrúar 2025 07:30

Volodymyr Zelenskyy.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að tíminn sé kominn. Stofnið evrópskan her.“ Þetta sagði Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, á laugardaginn þegar hann flutti ávarp á hinni árlegu öryggisráðstefnu í München.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og segir að með þessum orðum hafi Zelenskyy varað leiðtoga Evrópuríkja við fyrirætlunum Rússa því hann sagði jafnframt að Úkraínumenn hafi upplýsingar um að Rússar ætli að senda hermenn til Belarús í sumar undir því yfirskini að um „æfingar“ sé að ræða.

„Það er nákvæmlega þannig sem þeir settu þetta upp fyrir innrásina í Úkraínu fyrir þremur árum,“ sagði hann og bætti síðan við: „Er rússnesku hersveitunum í Belarús ætlað að ráðast á Úkraínu? Kannski, kannski ekki. Kannski eru þær ætlaðar ykkur.“

Hann sagði einnig að Pútín „telji greinilega að Belarús sé bara rússneskt hérað“.

„Við verðum að vera raunsæ. Við neyðumst til að spyrja okkur: Hvað eigum við að gera varðandi þetta? Og það sem er enn mikilvægara: Hvað getum við gert fyrir næstu árás? Fyrir næstu innrás?“

Hann spurði leiðtogana síðna hvort herir þeirra séu tilbúnir til átaka og hvað eigi að gera ef Rússar gera árás. Hversu hratt muni Evrópuríkin bregðast við og munu þau yfirhöfuð bregðast við?

Í framhaldi af þessu hvatti hann Evrópuríki til að stofna evrópskt varnarbandalag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lokaorð Boga: „Ég vona að ég hafi verið aufúsugestur“

Lokaorð Boga: „Ég vona að ég hafi verið aufúsugestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir grátbroslegt að hlusta á útgerðina sem fyrst nú hafi áhyggjur af landsbyggðinni – „Í dag er allt þetta horfið og við finnum svo sannarlega fyrir áhrifum þess“

Vilhjálmur segir grátbroslegt að hlusta á útgerðina sem fyrst nú hafi áhyggjur af landsbyggðinni – „Í dag er allt þetta horfið og við finnum svo sannarlega fyrir áhrifum þess“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna útskýrir hvað hún hatar við woke-ið – „. Mér finnst það satt best að segja til háborinnar skammar“

Sólveig Anna útskýrir hvað hún hatar við woke-ið – „. Mér finnst það satt best að segja til háborinnar skammar“