fbpx
Sunnudagur 30.mars 2025
Fréttir

Segir kaþólsku kirkjuna skapa fordæmi fyrir trúlausa Íslendinga

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. febrúar 2025 13:30

Mynd: Skjáskot/Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir helgi birti bandaríski fjölmiðilinn National Catholic Register viðtal við David Tencer biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Í viðtalinu ræðir Tencer meðal þær áskoranir sem kirkjan stendur frammi fyrir hér á landi við að þjónusta kaþólikka sem búa hér en koma víðs vegar að úr heiminum og tala tugi tungumála. Segir biskupinn að hin menningarlega fjölbreytni í kaþólsku kirkjunni á Íslandi skapi fordæmi fyrir hina trúlausu Íslendinga um hvernig fólk frá ólíkum löndum og með ólíkan bakgrunn geti komið saman.

Biskupinn ræddi við blaðakonu miðilsins í nýlegri ferð sinni til Rómar. Hann segir 90 prósent kaþólska safnaðarins hér á landi samanstanda af fólki sem sé af erlendum uppruna og komi það frá alls 172 löndum. Biskupinn segir ekki ólíklegt að ef könnun yrði gerð meðal messugesta á sunnudegi í Landakotskirkju þá kæmi í ljós að þeir töluðu 50 mismunandi tungumál. Hann segir safnaðarmeðlimi segja iðulega að þeir séu allir kaþólikkar en ljóst sé þó að þeir séu ólíkir kaþólikkar. Um 15.500 manns eru skráðir í kaþólsku kirkjuna á Íslandi en Tencer segir að í raun sé fjöldi meðlima um fjórfalt hærri.

Tencer segir það geta verið áskorun að sameina fólk sem á rætur í ólíkum menningarheimum og talar mismunandi tungumál en þessi mismunur gefi gott tækifæri til þess að hinir ólíku hópir auðgi hver annan. Biskupinn segir einnig að þessi fjölbreytni skapi fordæmi fyrir trúlausa Íslendinga. Í kirkjunni komi ólíkir hópar saman og iðki helgisiði hennar.

Þurftu ekkert efnislegt

Tencer, sem er frá Slóvakíu, kom fyrst til Íslands árið 2004 til að boða hina kaþólsku trú. Hann segir það ekki hafa verið auðvelt að læra íslensku en hann hafi lagt sig fram við að takast á við það verkefni af auðmýkt.

Hann segir það ólíkt verkefni að boða trúnna í vanþróuðu landi en að gera það á Íslandi. Hér hafi ekki verið þörf á aðstoð kaþólsku kirkjunnar við að reisa t.d. skóla og spítala en Tencer er væntanlega kunnugt um að kirkjan gerði einmitt það hér á landi þegar henni var leyft að snúa aftur á 19. öld, með innleiðingu trúfrelsis, eftir að hafa verið gerð brottræk í kjölfar siðaskiptanna 1550. Tencer segir að það eina sem þörf hafi verið fyrir að gera, þegar hann kom til landsins, hafi verið að sýna hvað það þýði að vera kaþólskrar trúar og það sé því það sem kirkjan hafi reynt að gera á Íslandi.

Tencer ræðir síðan framtíð kaþólsku kirkjunnar sem hann er mjög bjartsýnn á en hann leggur mikla áherslu á að forystumenn kirkjunnar veiti ungu fólki aukið traust enda sé það eina leiðin til að tryggja framtíð hennar. Undir hans stjórn hefur tekist að efla nýliðun meðal presta kirkjunnar hér á landi en 2023 fór fram fram fyrsta prestvígslan í áraraðir og nú um stundir eru tveir í prestsnámi á vegum kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Það kemur ekki fram í viðtalinu hver uppruni þeirra er en áður hefur komið fram að a.m.k. annar nemanna er borinn og barnfæddur Íslendingur.

Viðtal National Catholic Register við David Tencer biskup í heild sinni er hægt að nálgast hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ofbeldis og lyfjaþvingunarmálið á Kleppi: Landlæknisembættið mátti upplýsa Geðhjálp um leyfi Guðmundar

Ofbeldis og lyfjaþvingunarmálið á Kleppi: Landlæknisembættið mátti upplýsa Geðhjálp um leyfi Guðmundar
Fréttir
Í gær

Sláandi ummæli Stefáns Einars – Ráðherra í ríkisstjórninni hafi verið viðriðinn tilraun til byrlunar og neyðarlegrar myndatöku

Sláandi ummæli Stefáns Einars – Ráðherra í ríkisstjórninni hafi verið viðriðinn tilraun til byrlunar og neyðarlegrar myndatöku
Fréttir
Í gær

Kínverjar brjálaðir út í íslensk löggæsluyfirvöld – „Hroki og hleypidómar“

Kínverjar brjálaðir út í íslensk löggæsluyfirvöld – „Hroki og hleypidómar“
Fréttir
Í gær

Óttast að þúsundir hafi farist – Skjálftinn stóð yfir í nokkrar mínútur

Óttast að þúsundir hafi farist – Skjálftinn stóð yfir í nokkrar mínútur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist varpar ljósi á sorglegan veruleika: „Foreldrar vinkonunnar uggandi yfir stöðunni“

Diljá Mist varpar ljósi á sorglegan veruleika: „Foreldrar vinkonunnar uggandi yfir stöðunni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum formaður Samfylkingarinnar sendir ríkisstjórninni tóninn

Fyrrum formaður Samfylkingarinnar sendir ríkisstjórninni tóninn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír menn ákærðir fyrir stórhættulega líkamsárás með kylfu á Akureyri

Þrír menn ákærðir fyrir stórhættulega líkamsárás með kylfu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótur bjó til atvinnuauglýsingu hjá Alfreð og reyndi að blekkja 53 umsækjendur – „Sambærilegt atvik hefur ekki komið upp áður“

Tölvuþrjótur bjó til atvinnuauglýsingu hjá Alfreð og reyndi að blekkja 53 umsækjendur – „Sambærilegt atvik hefur ekki komið upp áður“