fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fréttir

Íslensk ferðaskrifstofa býður upp á ferð sem kostar tæpa 8,5 milljón króna – Þetta er innifalið

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 17. febrúar 2025 19:30

Meðal annars verður komið við á Copacabana ströndinni í Rio og í Nairobi þjóðgarðinum. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk ferðaskrifstofa býður nú upp á heimsreisu með 12 viðkomustöðum og um 70 klukkustunda flugtíma. Verðið á mann er tæpar 8,5 milljón króna.

Ferðaskrifstofan Kólumbus auglýsti heimsreisuna um helgina en hún verður farin dagana 4. til 28. janúar árið 2026. Komið verður við á 12 stöðum í 10 löndum, flestum á suðurhveli jarðarinnar.

Á annan milljarð fyrir öll sætin

Verðmiðinn er 8.490.000 krónur á mann í tveggja manna herbergi. Það er 16.980.000 krónur fyrir par. Aukagjald fyrir gistingu í eins manns herbergi er 890.000 krónur. 50 sæti eru í boði þannig að ef vélin fyllist þá borga kúnnarnir samanlagt á bilinu 424,5 til 469 milljónir króna, eða hátt í hálfan milljarð.

Staðfestingargjaldið er 1 milljón króna og þarf að greiðast fyrir 1. mars næstkomandi. Eftirstöðvar þarf að greiða í þrennu lagi, það er dagana 20. apríl, 20. ágúst og 20. október.

Í verðinu eru innifaldar 14 flugferðir með einkaþotu, gisting á fínum hótelum, rútur til og frá flugvöllum og í skoðunarferðir sem og aðgöngumiðar ásamt leiðsögn, fullt fæði í flugi, morgunverður á hótelum og fæði sem tiltekið er í ferðalýsingu.

Fararstjóri er Sigurður K. Kolbeinsson, forstjóri Kólumbus, en hann kaus að tjá sig ekki um ferðina þegar DV leitaði eftir því.

Innréttuð lúxusþota

Einkaþotan sem flogið er í er Boeing 757-200 þota Loftleiða, það er Magni TF-FIC sem er ein af þremur þotum í flugflota félagsins sem er hönnuð með lúxusinnréttingu. Sætunum er hægt að breyta í rúm með koddum og ábreiðum. Matur er séreldaður og drykkir í boði af bestu fáanlegu tegundum eins og stendur á heimasíðu Kólumbus.

Sætin er hægt að leggja aftur fyrir lengri leggi. Skjáskot/Kólumbus

Viðkomustaðirnir

Þann 4. Janúar verður flogið frá Keflavík til Grænhöfðaeyja, vestur af ströndum Afríku, þar sem dvalið verður í eina nótt. Þaðan er flogið til Rio de Janeiro í Brasilíu þar sem meðal annars verður farið í að Kristsstyttunni og á Copacabana ströndina.

Þann 8. janúar verður flogið til Argentínu þar sem er meðal annars boðið upp á tangósýningu og útsýnisferðir. 11. janúar er flogið til Santiago, höfuðborgar Síle á vesturströnd Suður Ameríku.

Eftir dvölina í Suður Ameríku er haldið út á breiður Kyrrahafsins og fyrsti viðkomustaðirnir eru Páskaeyja og Tahítí, þann 13. janúar. Þaðan er flogið til borgarinnar Auckland, á Norðureyju Nýja Sjálands tveim dögum seinna. Eyjálfudvölinni lýkur svo með þriggja daga stoppi í Sydney í Ástralíu þar sem meðal annars verður litið í hið fræga Óperuhús og Bondi ströndina.

Heildarflugtími er um 70 klukkustundir. Skjáskot/Kólumbus

Viðkomustaðir í Asíu eru tveir. Annars vegar verður flogið til borgríkiseyjunnar Singapúr þann 20. janúar. Tveimur dögum seinna er flogið til Sri Lanka, suðaustan af Indlandi og dvalið þar í þrjá daga.

Síðasti viðkomustaðurinn er Nairobi, höfuðborg Kenía í austanverðri Afríku. En þar verður meðal annars skoðaður Nairobiþjóðgarðurinn þar sem villt dýr ganga um. Að lokum er flogið til Keflavíkur þann 28. janúar, með stoppi í Munchen í Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nýtt lag frá KALEO
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Þarf einungis örfáa skjálfta til að setja af stað mikið viðbragð á svæðinu“

„Þarf einungis örfáa skjálfta til að setja af stað mikið viðbragð á svæðinu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni
Fréttir
Í gær

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“
Fréttir
Í gær

Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi

Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi
Fréttir
Í gær

Verkföll boðuð í Hafnarfirði og Fjarðabyggð

Verkföll boðuð í Hafnarfirði og Fjarðabyggð
Fréttir
Í gær

Þjófagengi herjaði á heimili íþróttamanna á meðan þeir voru að spila – Kelce og Mahomes á meðal fórnarlamba

Þjófagengi herjaði á heimili íþróttamanna á meðan þeir voru að spila – Kelce og Mahomes á meðal fórnarlamba