fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Hvarf Jóns Þrastar: Skuggalegar sögusagnir um að rangur maður hafi verið myrtur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. febrúar 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmsum kenningum hefur verið varpað fram um hvarf Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi þann 9. febrúar 2019. Í hlaðvarpsþættinum Where is Jón?/Hvar er Jón, samstarfsverkefni RÚV og RTÉ á Írlandi, er fjallað um eina af þessum kenningum.

Í frétt RÚV, þar sem fjallað er um fimmta þáttinn í hlaðvarpsþáttaröðinni, kemur fram að sögusagnir hafi gengið í íslenska pókerheiminum þess efnis að ráðist hefði verið á Jón, hann drepinn og grafinn. Rúmu ári síðar hafi ákveðið nafn komið upp á yfirborðið.

Sjá einnig: Jón Þröstur var að undirbúa sig fyrir spennandi kafla í lífi sínu þegar hann hvarf skyndilega

Í þættinum er maðurinn sem um ræðir kallaður Alex og mun einstaklingur sem tengist undirheimunum hafa sett sig í samband við hálfbróður Jóns Þrastar.

„Það var hringt í mig og í símanum var maður sem sagðist hafa upplýsingar um hvað komið hefði fyrir Jón. Ég spurði hverjar þær væru og hann sagði að það væri maður sem hefði fengið það verkefni að ganga frá íslenskum manni, myrða hann, sem hann og gerði,“ segir Gunnar sem er hálfbróðir Jóns í þættinum samkvæmt frétt RÚV. Vandamálið hafi þó verið að rangur maður var drepinn.

Þá kemur fram í þættinum að Anna Hildur, systir Jóns Þrastar, hafi fengið heimsókn frá manni sem kvaðst hafa verið að ræða við kunningja sinn. Þessi kunningi mannsins hafi fengið undarlegt símtal frá einstaklingi nákomnum Alex. Sá hafi sjálfur fengið símtal frá Alex skömmu eftir hvarf Jóns Þrastar og Alex verið í miklu uppnámi því hann hafi drepið rangan mann.

„Hann hafi átt að myrða einhvern, en hann myrti rangan mann og það var bróðir minn,“ segir Anna Hildur.

Nánar má lesa um málið á vef RÚV en einnig er hægt að nálgast þættina á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri