fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Heimir Már ómyrkur í máli: „Eiturpennar á Mogganum án alls siðgæðis“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. febrúar 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Már Pétursson er tekinn til starfa sem framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins en hann skrifaði býsna hvassa grein á vef Vísis um helgina þar sem hann skólaði blaðamenn Morgunblaðsins til.

Morgunblaðið hefur farið mikinn í umfjöllun sinni um styrkjamálið svokallaða, þegar Flokkur fólksins fékk styrki frá ríkinu án þess að uppfylla þar til gerð skilyrði. Síðar kom á daginn að þetta átti einnig við um fleiri flokka.

Í grein sinni segir Heimir Már að eftir að Flokkur fólksins fór í samstarf með Viðreisn og Samfylkingu eftir kosningarnar í lok nóvember hafi „eiturpennar á Mogganum án alls siðgæðis sem einkennir góða blaðamennsku“ farið á stjá.

„Þeir höfðu rekið tærnar í að það „vantað áttunda afrit af eyðublaði númer níu,“ svo vitnaði sé í Megas í skráningu Flokks fólksins hjá ríkisskattstjóra. Annað eins hneyksli höfðu pennar blaðsins, við húrrandi undirtektir þingmanna Miðflokksins og sumra Sjálfstæðismanna, ekki rekið augun í á öllum lýðveldistímanum. Gjaldþrot bankakerfisins og tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans, svo önnur feimnismál séu látin liggja á milli hluta, komust ekki á hálfkvist við þetta,“ segir Heimir Már í grein sinni og heldur áfram:

„Hrútarnir höfðu bara ekki fyrir því að nefna að Sjálfstæðisflokkurinn var heldur ekki stjórnmálaflokkur í augum Skattmanns og fjármálaráðuneytisins undir stjórn formanns Sjálfstæðisflokksins sem greiddi þessu félagi áhugafólks um ýmislegt smálegt 167 milljónir hinn 25. janúar 2022. En það ár tóku í fyrsta skipti gildi breytingar á lögum um stuðning við stjórnmálahreyfingar. Í augum Skattmanns gat Sjálfstæðisflokkurinn á þessum tímapunkti allt eins verið Kiwanisklúbbur. Hvernig mátti nokkurn mann renna í grun að þetta Sjálfstæðisfélag væri í raun stjórnmálahreyfing?“

Heimir Már fer svo yfir það hvernig aðrir flokkar, til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn, voru í svipuðum sporum og Flokkur fólksins og fengu greiðslur.

Hann segir að andi laganna hafi verið að styðja við hreyfingar sem sannarlega eru stjórnmálahreyfingar. Þá hafi Flokkur fólksins fengið hrós fyrir ársreikninga sína til Ríkisendurskoðunar þar sem gerð er grein fyrir öllum fjárreiðum flokksins.

„Það eru engin leyndarmál í fjármálum Flokks fólksins eins og Ríkisendurskoðun hefur einmitt lýst ánægju sinni með. Allt upp á borðum og það sem meira er, ársreikningarnir eru öllum opnir á vef Ríkisendurskoðunar, einnig eiturpennum og pólitískum hrútum.“

Grein Heimis Más má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda
Fréttir
Í gær

Segir ítrekaða hegðun Wolt-sendla á bílastæði við Fellsmúla valda ótta og óöryggi

Segir ítrekaða hegðun Wolt-sendla á bílastæði við Fellsmúla valda ótta og óöryggi
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldur telur það aðeins tímaspursmál þar til Trump beini sjónum sínum að Íslandi

Baldur telur það aðeins tímaspursmál þar til Trump beini sjónum sínum að Íslandi