fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Fleiri fylgjandi vegtollum en á móti í fyrsta sinn – Framsóknarmenn hrifnastir

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 17. febrúar 2025 16:07

Tollahliðið við Hvalfjarðargöngin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svipað hlutfall er fylgjandi og andvígt vegtollum á Íslandi, 43 prósent eru fylgjandi en 38 prósent eru á móti. Framsóknarmenn eru hrifnastir af vegtollum en Sósíalistar andvígastir.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu.

Þegar gögnin eru greind sést að rúm 13 prósent eru mjög fylgjandi vegtollum en tæp 20 prósent mjög á móti. 18,5 prósent hafa ekki sterka skoðun á málefninu.

Þetta er umtalsverð breyting frá síðustu könnun, frá því árið 2020, en þá voru aðeins 32 prósent fylgjandi en 50 prósent á móti. Í fyrsta sinn eru fleiri fylgjandi en á móti.

Svörin eru nokkuð ólík eftir stjórnmálaskoðunum. Framsóknarmenn eru hlynntastir vegtollum, tæplega 62 prósent þeirra styðja tollana.

50,4 prósent Sjálfstæðismanna styðja vegtolla, 49,6 prósent Viðreisnarfólks, 47,1 prósent Samfylkingarfólks, 42,5 prósent Vinstri grænna, 26,6 prósent Miðflokksmanna, 23,4 prósent kjósenda Flokks fólksins, 22,7 prósent Pírata en aðeins 11,9 prósent Sósíalista.

Þegar litið er til landshluta er stuðningurinn mestur í Reykjavík og á Norðurlandi, það er 47 prósent. Minnstur er hann á Austurlandi, aðeins 27 prósent.

Könnunin var netkönnun gerð dagana 28. til 31. janúar. Svarendur voru 975.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Allt í steik hjá Steik – Gjaldþrotakóngur úr veitingabransanum ákærður fyrir skattsvik

Allt í steik hjá Steik – Gjaldþrotakóngur úr veitingabransanum ákærður fyrir skattsvik
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigmundur Davíð spyr hvort útikamrar verði settir upp fyrir leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli

Sigmundur Davíð spyr hvort útikamrar verði settir upp fyrir leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli