fbpx
Laugardagur 15.febrúar 2025
Fréttir

Olís-ÓB gefur út nýtt app

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 15. febrúar 2025 09:00

Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Olís – ÓB hefur gefið út nýtt app sem hægt er að nota til að greiða fyrir eldsneyti á sjálfsölum og inni á stöðvum með einföldum hætti í símanum. Hægt er að sækja appið sér að kostnaðarlausu í App Store og Google Play Store. Nýja appið er mjög til hagsbóta fyrir viðskiptavini Olís og ÓB, sem fá nú góða yfirsýn yfir öll sín viðskipti á einum stað auk þess að geta framvegis borgað með símanum. 

„Með nýja appinu viljum við einfalda og bæta upplifun viðskiptavina okkar enn frekar,“ segir Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís. „Við höfum hlustað á þarfir viðskiptavina og þróað lausn sem veitir meiri þægindi, betri yfirsýn og aukna hagsæld fyrir þá í formi fríðinda og afslátta.“ Olís – ÓB kort er í appinu sem er virkjað með því að tengja það við debet- eða kreditkort í Apple Wallet eða Google Wallet til að greiða með símanum fyrir eldsneyti og aðrar vörur. 

„Þjónustustöðvar framtíðarinnar munu verða snjallari. Sjálfvirkar og stafrænar lausnir gera viðskiptavinum kleift að fá hraðvirka og þægilega þjónustu, hvort sem það er með sjálfsafgreiðslu, greiðslulausnum í gegnum snjallforrit eða sjálfvirkum hleðslustöðvum,segir Ingunn Svala ennfremur.

Afsláttur af eldsneyti hækkað í 10 krónur

Hægt er að virkja appið með því að hlaða því niður og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Viðskiptavinur velur að fá Olís – ÓB kortið í símann og fyllir út þær upplýsingar sem beðið er um. Þegar Olís – ÓB kortið er komið í veski símans er einfalt að greiða með símanum. Fréttir og upplýsingar um tilboð og eldsneytiskjör berast í rauntíma og auðvelt er að fylgjast með söfnun fríðinda í appinu. Þá geta notendur valið að fá tilkynningar beint í símann eða skoðað þær innan appsins eftir þörfum. Í appinu er einnig glæsilegt kort sem sýnir allar stöðvar Olís og ÓB um allt land með upplýsingum um hvaða þjónusta er í boði á hverjum stað. Ef viðskiptavinir leyfa appinu að staðsetja sig, þá sjá þeir hversu langt er í næstu Olís- eða ÓB-stöð. 

Einnig hefur afsláttur af eldsneyti fyrir meðlimi í Vinahópi Olís hækkað í 10 krónur. Áður var afslátturinn 7 krónur og því eru viðskiptavinir að njóta enn betri kjara en áður.  Auk þessa geta viðskiptavinir nú nýtt sér viðbótarafslátt í formi Vildarpunkta Icelandair eða Aukakróna Landsbankans. Saman veita 10 króna afslátturinn og viðbótarfríðindin viðskiptavinum enn betri kjör og auka þannig verðmæti hverrar krónu sem þeir versla fyrir og gera eldsneytiskaupin þar með mun hagstæðari hjá Olís. Afslátturinn gildir á öllum stöðvum Olís og ÓB, nema á þeim átta ÓB-stöðvum sem alltaf eru með lægsta verðið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjanesbær í lausafjárvanda

Reykjanesbær í lausafjárvanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur varar Hafnfirðinga við: „Hvaða um­hverf­issinna dett­ur í hug að dæla snefilefnum sem eru ekk­ert annað en eit­ur und­ir íbúðarbyggð?“

Guðmundur varar Hafnfirðinga við: „Hvaða um­hverf­issinna dett­ur í hug að dæla snefilefnum sem eru ekk­ert annað en eit­ur und­ir íbúðarbyggð?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samúel, Elías og Jónas dæmdir í fangelsi fyrir stórfellt fíknefnabrot

Samúel, Elías og Jónas dæmdir í fangelsi fyrir stórfellt fíknefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hugmynd Runólfs með Græna gímaldið vekur sterk viðbrögð – „Þetta er dónalegt Reykjavík þarf að fjarlægja mistökin sem gerð voru“

Hugmynd Runólfs með Græna gímaldið vekur sterk viðbrögð – „Þetta er dónalegt Reykjavík þarf að fjarlægja mistökin sem gerð voru“