fbpx
Laugardagur 15.febrúar 2025
Fréttir

Gamli formaðurinn ánægður með Einar – „Hann er flestum stjórnmálamönnum fremri“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. febrúar 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, tekur hatt sinn ofan fyrir Einari Þorsteinssyni borgarstjóra.

Einar hefur verið áberandi í fréttum þessa vikuna en sem kunnugt er sleit hann meirihlutasamstarfinu í borginni síðastliðinn föstudag.

Guðni, sem var varaformaður Framsóknarflokksins á árunum 2001 til 2007 og formaður Flokksins frá 2007 til 2008, mærir Einar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Hikar ekki við að fórna stundarframa

„Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri hef­ur nú sýnt að hann er flest­um stjórn­mála­mönn­um fremri, sann­fær­ing ræður för. Hann hik­ar ekki við að fórna starfi og stund­ar­frama þegar ekk­ert miðar í þeim áform­um sem hann og flokk­ur hans hétu Reyk­vík­ing­um og þjóðinni í mál­efn­um höfuðborg­ar­inn­ar,” segir Guðni meðal annars.

Hann segir að þar hafi vegið stærst sú ábyrgð að standa með lífinu, frammi fyrir þeirri lífshættu sem flugáhöfnum og farþegum er búin á Reykjavíkurflugvelli.

„Þar veg­ur þyngst sjúkra­flug með fólk í lífsáhættu þar sem ekki mín­út­ur held­ur sek­únd­ur skipta máli. Takið eft­ir, oft er eins og flug­völl­ur­inn í Vatns­mýr­inni sé bara sjúkra­flug­völl­ur lands­byggðarfólks. Reyk­vík­ing­arn­ir og höfuðborg­ar­bú­arn­ir skipta þúsund­um sem eiga flug­vell­in­um líf sitt eða ást­vin­ar síns að launa,“ segir Guðni meðal annars.

„Loksins tókst þér Einar Þorsteinsson…“

Hann segir það mikla sorgarsögu hvernig stjórnmálamenn hafa látið „leiða sig út í hvert óhæfuverkið eftir annað til að slátra Reykjavíkurflugvelli með heimskulegum aðgerðum“ eins og hann orðar það.

„Þrengja mis­kunn­ar­laust að flug­vell­in­um eins og ann­ar flug­völl­ur sé inn­an seil­ing­ar, sem loks­ins er viður­kennt eft­ir ákvörðun Ein­ars og umræðu hans og fleiri um flug­völl­inn að er ekki til staðar og ekki í sjón­máli.“

Hann segir að nú liggi fyrir að í Hvassahrauni séu „glórulaus“ áform um vara- og neyðarflugvöll sem samt er haldið áfram með.

„Íþrótta­fé­lagið Val­ur hef­ur með mis­kunn­ar­laus­um ásetn­ingi haldið áfram að sækja leyfi til að byggja blokk­ir til að eyðileggja flug­völl­inn, og bygg­ing­arn­ar eru farn­ar að ögra með svipti­vind­um flugi á flug­braut­inni þeirri einu sem opin er. Svo stend­ur til að þrengja svo um mun­ar að flug­vell­in­um með risa­blokk­um í Skerjaf­irði, borg­in með ráðherra­leyfi sem ber að aft­ur­kalla.“

Hann heldur áfram að mæra Einar í grein sinni.

„Loks­ins tókst þér Ein­ar Þor­steins­son, á neyðarstundu þegar aðflugi að flug­vell­in­um, neyðarbraut­inni, er lokað, að fá liðið í borg­ar­stjórn­inni til að skipta um skoðun, já eða þora ekki annað en að taka sjúk­linga fram yfir tré. Skóg­ar­höggið er hafið og öll þessi tré eiga að fara og byggja úti­vist­ar­svæði með göngu­braut­um, birki­trjám og blóm­um.“

Vildi ekki bera ábyrgð á þeirri stöðu

Guðni segir að augu manna séu að opnast.

„For­sæt­is-, um­hverf­is- og orku­málaráðherra eru geng­in í lið með Ein­ari og krefjast aðgerða. Eyj­ólf­ur Ármanns­son sam­gönguráðherra hef­ur talað skýr­ast allra ráðherra fyrr og síðar, burt með trén. Marg­ir eru söku­dólg­ar í máli flug­vall­ar­ins en einn mann ber þar hæst, hann ætti að spyrja í dags­birtu hvaða skoðun hann hafi á hinni miklu neyðaraðgerð að höggva skóg­inn við þær aðstæður sem nú blasa við, eða lok­un neyðarbraut­ar­inn­ar? Og ann­arri enn mik­il­væg­ari neyðarbraut var áður fórnað og lokað.“

Hann óskar Einari að lokum til hamingju og segir að það sé stálvilji og virðingarvert að hverfa frá völdum og neita að bera ábyrgð þar sem „harmleikur getur átt sér stað á hverri stundu“ á skertum öryggisflugvelli Íslands í Reykjavík.

„Ég vildi ekki bera ábyrgð á þeirri stöðu. En þú les­andi minn?,“ spyr Guðni sem hvetur fólk svo til að lesa frásögn Björns Sigurðar Jónssonar sem segir að hann væri ekki á lífi í dag ef Reykjavíkurflugvöllur væri ekki þar sem hann er. DV fjallaði um málið í vikunni og má lesa umfjöllunina hér að neðan.

„Ef ég hefði verið tveimur mínútum seinna á ferðinni hefði það verið of seint“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Reykjanesbær í lausafjárvanda

Reykjanesbær í lausafjárvanda
Fréttir
Í gær

Guðmundur varar Hafnfirðinga við: „Hvaða um­hverf­issinna dett­ur í hug að dæla snefilefnum sem eru ekk­ert annað en eit­ur und­ir íbúðarbyggð?“

Guðmundur varar Hafnfirðinga við: „Hvaða um­hverf­issinna dett­ur í hug að dæla snefilefnum sem eru ekk­ert annað en eit­ur und­ir íbúðarbyggð?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samúel, Elías og Jónas dæmdir í fangelsi fyrir stórfellt fíknefnabrot

Samúel, Elías og Jónas dæmdir í fangelsi fyrir stórfellt fíknefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hugmynd Runólfs með Græna gímaldið vekur sterk viðbrögð – „Þetta er dónalegt Reykjavík þarf að fjarlægja mistökin sem gerð voru“

Hugmynd Runólfs með Græna gímaldið vekur sterk viðbrögð – „Þetta er dónalegt Reykjavík þarf að fjarlægja mistökin sem gerð voru“