Kristín er önnur kanónan sem yfirgefur fréttastofuna í þessari viku, en á þriðjudag var greint frá því að Heimir Már Pétursson hefði verið ráðinn upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins.
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Kristín sé með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands. Á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur hún meðal annars sinnt fréttaskrifum á Vísi, flutt fréttir í sjónvarpi og útvarpi, haft umsjón með fréttatímum, stýrt umræðuþáttum og sinnt dagskrárgerð sem einn umsjónarmanna dægurmálaþáttarins Ísland í dag.
Þá var hún áður pistlahöfundur á Fréttablaðinu og hefur setið í stjórn Blaðamannafélags Íslands frá 2023. Kristín mun hefja störf í lok febrúar.