fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Nú er hart í ári – Rússar nota asna í fremstu víglínu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 04:15

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Nú hafa þeir fengið aðstoð asna. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist sem það sé orðið ansi hart í ári hjá rússneska hernum því sífellt fleiri myndir og myndbönd af ösnum birtast nú á rússneskum og úkraínskum Telegramrásum.

Hér er átt við dýrið asna, ekki fólk sem þetta orð er stundum notað yfir með niðrandi merkingu, sem virðist vera komið í þjónustu rússneska hersins. Þykir þetta benda til að Rússar eigi í miklum vandræðum með birgðaflutninga sína.

Tölurnar tala sínu máli því Rússar missa sífellt færri skriðdreka á vígvellinum en á móti missa þeir sífellt fleiri mótorhjól, golfbíla og litlar rútur.

Það hljómar kannski jákvætt fyrir Rússa að þeir missi færri skriðdreka en áður en þegar málið er skoðað nánar, þá er þetta ekki jákvætt. Ástæðan fyrir því að þeir missa færri skriðdreka er einfaldlega sú að þeir eiga ekki lengur skriðdreka sem þeir geta misst. Með öðrum orðum, þeir geta ekki framleitt og gert við skriðdreka nægilega hratt og komið til hersveita í fremstu víglínu.

Þetta sagði Oleg Katkov aðalritstjóri úkraínska miðilsins Defence Express. Miðillinn fjallar um varnarmálefni um allan heim en þó með aðaláherslu á Úkraínu og Rússland.

Í samtali við Jótlandspóstinn sagði hann að þetta bendi til vandræða Rússa við birgðaflutninga og það megi lesa úr óbeinum merkjum á borð við að þeir nota nú Desertcross 1000-3, sem er breyttur golfbíll, og mótorhjól og asna við birgðaflutninga. Það gera þeir að hans sögn aðeins af því að þeir eiga í erfiðleikum að framleiða nóg af flutningabílum og brynvörðum ökutækjum.

Hann sagði að Rússar noti einnig í auknum mæli skriðdreka til að flytja fótgönguliða. „Almennt séð getur maður sagt að ef þú notar asna, þá ertu ekki með þann fjölda skriðdreka sem þú þarft,“ sagði hann.

Skriðdrekar eru almennt ekki notaðir við birgðaflutninga en þeir geta komið í stað brynvarinnar ökutækja, sem Rússar hafa misst gríðarlega mikið af, sem voru áður notuð við birgðaflutninga.

Samkvæmt tölum frá OSINT-hópnum Oryx, sem greinir gang stríðsins út frá upplýsingum, sem eru aðgengilegar opinberlega, hafa Rússar misst 11.738 brynvarin ökutæki í stríðinu. 8.857 þeirra voru eyðilögð, 368 skemmdust og 1.536 féllu í hendur Úkraínumanna. Inni í þessari tölu eru 3.734 skriðdrekar.

Úkraínumenn segja að Rússar hafi misst tæplega 10.000 skriðdreka og tvöfalt fleiri brynvarin ökutæki.

Hinar opinberu úkraínsku tölur, sem úkraínski herinn birtir, eru almennt mun hærri en tölurnar frá OSINT-hópum og greinendum. Raunverulegu tölurnar liggja líklegast einhvers staðar á milli hinna opinberu úkraínsku talna og talnanna frá OSINT-hópunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón Þröstur var að undirbúa sig fyrir spennandi kafla í lífi sínu þegar hann hvarf skyndilega

Jón Þröstur var að undirbúa sig fyrir spennandi kafla í lífi sínu þegar hann hvarf skyndilega
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Ef ég hefði verið tveimur mínútum seinna á ferðinni hefði það verið of seint“

„Ef ég hefði verið tveimur mínútum seinna á ferðinni hefði það verið of seint“