fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Kýldi lögreglumann í landgangi á Keflavíkurflugvelli

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 13:59

Maðurinn hlýddi ekki löggunni. Mynd/ISAVIA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur maður, búsettur á Íslandi, hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu í landgangi á Keflavíkurflugvelli og kýla lögreglumann í andlitið.

Atvikið átti sér stað í landgangi flugstöðvarinnar föstudaginn 22. desember árið 2023. Stöðvaði lögregla manninn og bað hann að fylgja sér en hann hlýddi ekki þrátt fyrir ítrekuð tilmæli.

Féll hann og þegar lögreglumaður var að reisa hann við kýldi hann lögreglumanninn í andlitið með þeim afleiðingum að hann fékk eymsli á kinnbeinið. Annar lögreglumaður greip hann og hélt honum en maðurinn reyndi þá að skalla hann.

Var maðurinn ákærður fyrir brot gegn lögreglulögum og brot gegn valdstjórninni og þess krafist að hann yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Sjá einnig:

Sauð upp úr í Flugstöð Leifs Eiríkssonar – Ákærður fyrir árásir á lögreglumenn

Játaði maðurinn framferði sitt og var málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. En auk játningar höfðu verið lagðar fram myndbandsupptökur úr búkmyndavélum lögreglumannanna.

Þótti hæfileg refsing tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Auk þess var honum gert að greiða verjanda sínum 267.840 krónur í málsvarnarþóknun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast