fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Jóni Viðari líst vel á að þessi verði næsti borgarstjóri – „Það er svona fólk sem ég treysti til að stýra borginni“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Viðar Jónsson, einn þekktasti gagnrýnandi þjóðarinnar, er ekki búinn að gleyma árás Reykjavíkurborgar á Borgarskjalasafnið, en hann segir eina manneskju hafa staðið í fæturna í því máli og sú sé vel að því búin að verða næsti borgarstjóri.

Borgarráð samþykkti vorið 2023 að leggja Borgarskjalasafn niður með vísan í hagræðingu. Þessi ákvörðun var harðlega gagnrýnd og skildi marga eftir í sárum.

Jón Viðar skrifar nú á Facebook að hann hafi opinberlega barist gegn þessu skemmdarverki og þar fylgst náið með framgöngu borgarfulltrúa. Þar hafi Sanna Magdalena Mörtudóttir tekið afdráttarlausa afstöðu með safninu. Það sé svona fólk sem er treystandi að stýra borginni enda borgarbúar komnir með nóg af þeim sem hafa gert það undanfarið.

„Mér líst afar vel á að Sanna verði næsti borgarstjóri. Þegar Dagur B. sýndi innræti sitt, að ekki sé minnst á menningarstigið (reyndar ekki í fyrsta sinn sem hann gerði það) og hóf sína fólskulegu árás á Borgarskjalasafnið, eina elstu og mikilvægustu stofnun Reykjavíkur, var ég einn í þeim velskipaða hópi sem barðist opinberlega gegn skemmdarverkinu og fylgdist því náið með framgöngu borgarfulltrúa. Sanna setti sig vel inní málið, tók afdráttarlausa afstöðu með safninu og skrifaði vandaða greinargerð um það. Svo er hún vel máli farin og kemur ágætlega fyrir í ræðustól og viðtölum. Það er svona fólk sem ég treysti til að stýra borginni. Við höfum fengið nóg, og það miklu meir en nóg, af hinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir