fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Trump er svo fljótur að ráðgjafar hans ná ekki að fylgja honum – Misstu andlitið við þessa tilkynningu hans

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 04:12

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk Hvíta hússins missti andlitið þegar yfirmaður þeirra fann skyndilega nýjan stað á heimskortinu sem Bandaríkin gætu bætt við yfirráðasvæði sitt. Óhætt er að segja að skoðanir séu mjög skiptar um þessa hugmynd hans.

„Látið flæða“ svo allir noti alla krafta sína í að komast þurrum fótum í land í staðinn fyrir að mótmæla. Þetta hefur verið taktík Trump allt frá því að hann steig fyrst fæti inn í Hvíta húsið í janúar 2017.

Hann hefur nýtt sér þessa aðferð af miklum krafti síðan hann tók aftur við forsetaembættinu í janúar síðastliðnum og grípur til aðgerða og segir svo margt að meira að segja nánustu samstarfsmenn hans eiga erfitt með að halda í við hann.

Það átti svo sannarlega við þegar hann viðraði þá hugmynd að Bandaríkin taki Gaza yfir og breyti svæðinu í rívíeru Miðausturlanda. Eini maðurinn sem var ánægður með þessa tillögu var Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sem stóð við hlið Trump þegar hann kynnti þessa hugmynd sína.

Öðrum var brugðið og trúðu varla eigin eyrum.

Með hryðjuverkasamtökin Hamas í fararbroddi, var þessari hugmynd Trump sturtað niður í holræsakerfið í arabaheiminum á næstu klukkustundum og hún sagði óásættanlegt form þjóðernishreisana.

Eins og svo oft áður, þá þurftu ráðgjafar Trump að hafa hraðar hendur við að reyna að milda ummæli hans og útskýra hvað hann átti við.

Karoline Leavitt, talskona hans, sagði að hugmyndin gengi út á að flytja Palestínumenn tímabundið til Egyptalands og Jórdaníu. Rétt er að hafa í huga að Trump sagði sjálfur „til frambúðar“.

Hún sagði einnig að Trump væri ekki að skuldbinda sig til að senda bandaríska hermenn til Gaza en Trump sagði einmitt að það myndi hann gera af nauðsyn krefði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stjörnuspekingur handtekinn fyrir ranga spá um jarðskjálfta – „Flestir nágrannar mínir þorðu ekki að vera heima hjá sér“

Stjörnuspekingur handtekinn fyrir ranga spá um jarðskjálfta – „Flestir nágrannar mínir þorðu ekki að vera heima hjá sér“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur segir grátbroslegt að hlusta á útgerðina sem fyrst nú hafi áhyggjur af landsbyggðinni – „Í dag er allt þetta horfið og við finnum svo sannarlega fyrir áhrifum þess“

Vilhjálmur segir grátbroslegt að hlusta á útgerðina sem fyrst nú hafi áhyggjur af landsbyggðinni – „Í dag er allt þetta horfið og við finnum svo sannarlega fyrir áhrifum þess“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Amma og eins árs barnabarn slösuðust þegar fjölskylduhundurinn varð fyrir árás – „Mamma sýndi ótrúlega dirfsku í ólýsandi aðstæðum“

Amma og eins árs barnabarn slösuðust þegar fjölskylduhundurinn varð fyrir árás – „Mamma sýndi ótrúlega dirfsku í ólýsandi aðstæðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl er verulega fúll út í RÚV – „Er verið að refsa mér?“

Brynjar Karl er verulega fúll út í RÚV – „Er verið að refsa mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir