fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Fréttir

Óhugnanleg árás á Svandísi Ástu – Málið tekur á sig nýja mynd

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi frá því fyrir nokkrum vikum að ráðist hefði verið á konu að nafni Svandísi Ástu fyrir utan veitingastaðinn Mónakó við Laugaveg og hún slegin bylmingshöggi í andlitið.

Sjá einnig: Ókunnugur maður kýldi Svandísi í andlitið – „Vaknaði þegar sjúkraflutningamennirnir voru að reyna að reisa mig á fætur“

Svandís Ásta rotaðist við höggið og var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans. Framtönn í henni brotnaði í tvennt við höggið auk þess sem hún tognaði á öxl vegna falls í götuna.

„Það er hægt að fara í sígó bak við hús í sundinu þarna og ég var á leiðinni þangað en um leið og gekk út fékk ég högg í andlitið. Ég sá ekki hver gerði þetta og bara rotaðist samstundis. Höndin skaust bara fyrir hornið og framan í mig. Svo man ég ekki fyrr en sjúkraflutningamennirnir komu.“

Sérkennilegt myndefni

Svandís Ásta segir í samtali við DV að málið hafi verið í rannsókn lögreglu sem hafi fengið gögn úr myndeftirlitsbúnaði á Mónakó til skoðunar. Rannsókn málsins er lokið án þess að lausn hafi fundist. Myndirnar sýna mann, sem Svandís Ásta segist ekki kannast við, gefa sig að henni og jafnframt leiða hana með mjög ákveðnum hætti út af staðnum.

Svandís Ásta segist hafa misst minnið inni á staðnum og á bráðamóttökunni hafi hún verið greind með minnisleysi. Hún telur að maðurinn á myndunum hafi byrlað henni ólyfjan. Hún segir aðspurð í samtali við DV að hún hafi aldrei séð manninn áður og hann sé ekki starfsmaður á Mónakó.

Rétt er að taka fram að ályktanir Svandísar Ástu í Facebook-færslu hennar um málið eru hennar eigin og DV hefur ekki sannanir fyrir þeim. En hún skrifar:

Kannast einhver við þennan mann sem að mjög sennilega hefur byrlað mér smjörsýru af því að ég man ekki neitt eftir því að hafa farið með honum út af Mónakó?

Á fyrstu myndinni þá heldur hann á bjórnum mínum og ég er að reyna að ná honum til baka frá honum.

Hann hefur laumað smjörsýrunni í bjórinn minn án þess að ég hafi tekið eftir því.

Ég er búin að Googla áhrif af smjörsýru og hún veldur algjöru minnisleysi og það stendur í læknaskýrslu að ég hafi verið með einkenni minnisleysis.

Hann leiðir mig út af staðnum og ég man ekkert eftir því. Síðan fór hann með mig upp á Barónsstíg 18 þar sem að ég er kýld í andlitið rosalega föstu höggi og það brotnaði í mér hægri framtönnin og hægri öxlin á mér er brotin.

Þetta er mjög alvarleg líkamsárás og lögreglan sendi mér bréf inn á island.is að rannsókn málsins væri lokið eftir aðeins einn mánuð.

Mér grunar að þetta sé haturs glæpur og að þessi maður á myndunum sé múslimi.

Ég var búin að drekka mjög lítið þetta kvöld og ég reyni eftir fremsta megni að drekka mig ekki drukkna af víni af því að það stendur í Biblíunni: „Drekkið ykkur ekki drukkna af víni“

Ég er spilafíkill og skammast mín ekkert fyrir það og ég er líka alkóhólisti sem að finnur sig ekki inn í AA samtökunum.

Ég veit að ég er syndari og það er þess vegna sem ég þarf á frelsara að halda sem er Jesús Kristur.

Hann sagði við mig um daginn með svo blíðri röddu „Þú ert hólpin af náð fyrir trú“

Þið megið dæma mig eins og þið viljið mér er alveg sama hvað ykkur finnst um mig en mér er ekki sama hvað Guði finnst um mig!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áhrifavaldi sparkað úr landi eftir þetta uppátæki sitt

Áhrifavaldi sparkað úr landi eftir þetta uppátæki sitt
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fréttir
Í gær

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“
Fréttir
Í gær

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sofia fannst látin – Meintur gerandi hennar lést áður en til ákæru kom

Sofia fannst látin – Meintur gerandi hennar lést áður en til ákæru kom