Margrét Hrafnsdóttir, kvikmyndagerðakona vinnur nú að gerð heimildamyndar um hamfarirnar í Grindavík. Margrét vinnur myndina í samvinnu við kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Ursus Parvus sem er í eigu Hlínar Jóhannesdóttur framleiðanda.
Margrét biður nú Grindvíkinga um aðstoð og auglýsir eftir myndefni frá þeim, hvort sem er myndir eða myndbönd frá skjálftum í aðdraganda rýmingar, og rýmingunni sjálfri, eins og segir á grindavik.is.
„Ég veit að fullt af Grindvíkingum náðu þessum ótrúlegu atburðum á símana sína og yrði ég þeim ævinlega þakklát ef hægt er að senda mér efnið á netfangið asst2.margret.raven@gmail.com,“
segir Margrét sem stödd er á Íslandi til að klára tökur. Margrét hefur verið búsett í Bandaríkjunum um árabil en var mikið í Grindavík á síðasta ári ásamt tökuliði og samstarfsfólki.