fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 11:30

Almar Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almar Steinn Atlason sem er betur þekktur sem Almar „í kassanum“ gerði upp einn frægasta gjörning síðustu ára í hlaðvarpsþættinum Stéttir landsins.

Almar varð landsþekktur árið 2015 þegar hann dvaldi nakinn inn í glerkassa í Listaháskólanum.

„Ég reyndar hef alls ekki viljað má af þennan stimpil, fólk eyðir allri ævinni að ná sér í gott viðurnefni og ég held að listamaður geti ekki fengið ekki meiri heiður en að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni, “

segir Almar þegar hann spurður hvort hann væri orðinn þreyttur á því að þessi gjörningur sé ávallt tengdur við hans persónu.

„Ég bý vel að þessu og alla tíð síðan, það gekk eiginlega lygilega mikið á þarna,“ bætti Almar við.

Listamaðurinn talar um frægðina sem fylgdi þessum gjörning en veltir þó fyrir sér hvort það sé til aumkunarverðri frægð en að vera „one-hit wonder“ í íslenskri myndlist.

Almar í kassanum
Mynd: Skjáskot RÚV

Var bara að prófa sig áfram

„Ég er held bara þakklátur að hafa lent inn á einhverri taug þarna, ég var bara að prófa mig áfram, læra einmitt bara. Þetta var fyrsta önnin mín í Listaháskólanum og ég var að velta fyrir mér hvernig gjörningalist væri. Hversu langt ég gæti tekið þetta og kannski langaði að vera svo lítið metnaðarfullur og gera mitt besta,“ sagði Almar um ástæðuna fyrir verkinu.

Þegar Almar lítur til baka til ársins 2015 finnst honum að þetta sé hálf óraunverulegt og þetta hafi komið fyrir einhvern annan en hann.

„Þetta er orðið eins og eitthvað sem kom fyrir einhvern annan. Það var margt sem kom á óvart en einveran var ekki erfið. Maður hefur oft verið einn í viku og kunnað vel við það,“ segir Almar en gjörningurinn stóð yfir í heila viku.

Líður vel á milli tannanna á fólki

Almar var spurður út í hvort hann var sáttur með athyglina sem fylgdi verkinu og þegar hann lítur til baka telur hann að þetta hafi verið gæfa fyrir hann sem ungan listamann.

„Svo bara að vera ungur listamaður og vilja fá athygli fyrir verkin sín og svo framvegis.

Mér hefur alltaf liðið vel milli tannanna á fólki. Ég er svo leiðinlegur og „paranojaður“ að ég ímynda mér að allir séu að tala um mig og þá illa. Þannig það var bara léttir ef ég sé að fólk er að gera það í alvörunni.

Ég vinn við það að reyna sýna fólki hvað ég er að gera og hafa áhrif hvernig fólk hugsar og mála fallegar myndir og taka þátt í samfélaginu á þann hátt. Þannig það er ekkert nema gott þegar það gengur upp,“ sagði Almar um athyglina og viðtökurnar.

Eins og að spila fyrir íslenska handboltalandsliðið

Fjölmiðlar gerðu gjörningnum góð skil og undir lokin þegar Almar steig úr kassanum var mikið fjölmiðlafár. Almar er ævinlega þakklátur fjölmiðlum fyrir þeirra framlag og lýsir því sem draumi líkast.

„Framlag bæði Vísis og Ríkisútvarpsins og fleiri til þessa listaverks var algjörlega ómetanlegt, finnst mér. Það var svona íþróttafréttapanell, menn láta sig dreyma um þetta í sínum villtustu fantasíum. Mér líður svona eins og ég hafi spilað einn leik á varamannabekknum með íslenska handboltalandsliðinu, það er svona tilfinningin,“ segir Almar.

Almar hefur vakið athygli fyrir önnur verk og gjörninga en hann meðal annars sagaði Kitchen-Aid vél í sundur skömmu eftir skilnað og las upp úr skáldsögu sinn í tæpan sólarhring án þess að taka sér hlé.

Hlusta má á viðtalið við Almar í hlaðvarpsþættinum Stéttir landsins í heild sinni á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stjörnuspekingur handtekinn fyrir ranga spá um jarðskjálfta – „Flestir nágrannar mínir þorðu ekki að vera heima hjá sér“

Stjörnuspekingur handtekinn fyrir ranga spá um jarðskjálfta – „Flestir nágrannar mínir þorðu ekki að vera heima hjá sér“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur segir grátbroslegt að hlusta á útgerðina sem fyrst nú hafi áhyggjur af landsbyggðinni – „Í dag er allt þetta horfið og við finnum svo sannarlega fyrir áhrifum þess“

Vilhjálmur segir grátbroslegt að hlusta á útgerðina sem fyrst nú hafi áhyggjur af landsbyggðinni – „Í dag er allt þetta horfið og við finnum svo sannarlega fyrir áhrifum þess“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Amma og eins árs barnabarn slösuðust þegar fjölskylduhundurinn varð fyrir árás – „Mamma sýndi ótrúlega dirfsku í ólýsandi aðstæðum“

Amma og eins árs barnabarn slösuðust þegar fjölskylduhundurinn varð fyrir árás – „Mamma sýndi ótrúlega dirfsku í ólýsandi aðstæðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl er verulega fúll út í RÚV – „Er verið að refsa mér?“

Brynjar Karl er verulega fúll út í RÚV – „Er verið að refsa mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir