fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 07:30

Vadim Stroykin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski söngvarinn Vadim Stroykin, 58 ára, lést nýlega þegar hann „datt út um glugga“ í íbúð sinni á tíundu hæð í St. Pétursborg.

Lögreglan var þá nýkomin heim til hans til að gera húsleit vegna meints stuðnings hans við Úkraínu. Var hann sagður hafa gefið úkraínska hernum peninga. Úkraínski herinn er skilgreindur sem hryðjuverkasamtök í Rússlandi og stuðningur við hann getur kostað fólk allt að 20 ár í fangelsi.

Mirror segir að samkvæmt fréttum rússneskra fjölmiðla hafi hann „dottið út um glugga“ í tengslum við húsleitina.

Sá grunur hefur læðst að sumum að hann hafi hugsanlega „fengið aðstoð“ við að „detta út um gluggann“ en það er ansi algengt að andstæðingar Pútíns „detti út um glugga“.

Stroykin hafði birt nokkrar færslur á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýndi stríðsrekstur Rússa í Úkraínu og hann hafði einnig kallað Pútín ýmsum illum nöfnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hversu oft má nota bökunarpappír?

Hversu oft má nota bökunarpappír?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Hollendingar nappaðir í Leifsstöð

Tveir Hollendingar nappaðir í Leifsstöð