fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 07:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna, með hlaðborð á stórum hótelum dag eftir dag fyrir allt að þúsund manns á dag og þetta hefur aldrei gerst áður.“

Þetta segir Árni Bergþór Hafdal Bjarnason, eigandi Veisulþjónustu Suðurlands, í samtali við Sunnlenska.is en fyrirtæki hans sá um veitingar á tveimur þorrablótum á Suðurlandi fyrir skemmstu þar sem veikindi komu upp á meðal gesta.

Í umfjöllun Sunnlenska kemur fram að veikindin stöfuðu líklega af bakteríu sem kallast bacillus cereus. Um 120 einstaklingar tilkynntu veikindi eftir blótin.

Árni segir að umrædd baktería hafi fundist í tveimur sýnum sem tekin voru af hlaðborðinu og spjótin beinist að henni þó ómögulegt sé að staðfesta það. Þannig var ekki skimað fyrir henni í sýnum sem tekin voru úr veikum gestum.

„Við rannsókn á sýnum úr gestum kom ekkert fram sem getur talist óeðlilegt úr þeim algengu matareitrunarvöldum sem skimað er eftir. Bacillus cereus bakterían er einmitt ekki þar á meðal og hún er einstaklega erfið í meðhöndlun þegar hún kemur upp,“ segir Árni í viðtalinu og bætir við að bakterían lifi af 120 gráðu hita og deyr ekki við sótthreinsun í 85% sjúkrahússspritti.

„Það þýðir að alveg sama hversu fullkomnir okkar verkferlar eru, varðandi endurhitun og annað, þá var engin leið til þess að bæta úr ástandinu eftir að sýkingin komst í matvælin eða búnaðinn og á milli hlaðborða. Heilbrigðiseftirlitið er búið að koma og taka út ferlana okkar og gerði engar stórar athugasemdir,“ segir hann í viðtalinu.

Bent er á það að Árni eigi langan og farsælan feril sem matreiðslumeistari og það hafi verið áfall þegar veikindin komu upp.

„Ég er fagmaður, ég er matreiðslumeistari og er búinn að vera í þessum bransa í 17 ár. Ég byrjaði að elda þegar ég var 15 ára og er búinn að vinna á stærstu hótelum landsins og flottustu veitingastöðunum,“ segir hann meðal annars í viðtalinu sem má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“
Fréttir
Í gær

Fyrrum þingmaður vill leiða Siðmennt – „Trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins“

Fyrrum þingmaður vill leiða Siðmennt – „Trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins“
Fréttir
Í gær

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni