fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. febrúar 2025 21:00

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar náttúruauðlindir eru í Úkraínu, til dæmis er mikið af liþíum þar en það er notað í rafbíla. Donald Trump sagði nýlega að Bandaríkin vilji fá aðgang að auðlindunum, sem leynast í úkraínskri jörð, ef Úkraínumenn vilja fá áframhaldandi stuðning frá Bandaríkjunum.

En ef hann vill koma höndum yfir hið verðmæta liþíum, þá verður hann að hafa hraðar hendur því Rússar standa við dyrnar og banka.

„Já, ég vil tryggja öryggi þessara sjaldgæfu jarðmálma. Við sendum þeim mörg hundruð milljónir dollara. Þeir eiga mikið af sjaldgæfum málmum og ég vil fá tryggingu fyrir því að við fáum þá,“ sagði Trump í síðustu viku.

Með þessum ummælum tvinnaði hann kaupmennsku saman við afstöðuna til stríðsins í Úkraínu og opnaði um leið fyrir möguleikann á áframhaldandi stuðningi við landið en það er mjög háð vopnum frá Bandaríkjunum. Hergagnaframleiðslan í Evrópu er ekki nægilega öflug og getur ekki tryggt Úkraínu jafn mikið af vopnum og koma frá Bandaríkjunum.

En hugmyndin er raunar ekki frá Trump kominn því hún var sett fram í siguráætlun Úkraínumanna sem Volodymyr Zelenskyy, forseti, kynnti á síðasta ári. Í henni er opnað á möguleikann á að í staðinn fyrir stuðning Vesturlanda leyfi Úkraínumenn vestrænum fyrirtækjum að vinna málma úr jörðu í Úkraínu.

Bandaríkin og Úkraína gerðu samning varðandi þetta á meðan Joe Biden var við völd en samningurinn rann út í sandinn. New York Times segir að það hafi verið vegna þess að Úkraínumenn hafi viljað geyma hann svo þeir gætu boðið Trump þetta þegar hann tæki við völdum.

Auk liþíums, þá eru til dæmis úran og títaníum í jörðu í Úkraínu auk kola.

En Trump verður að hafa hraðar hendur ef hann vill tryggja sér aðgang að liþíum í Úkraínu því mesta magnið af þessum málmi í Úkraínu og Evrópu er í þeim hluta Dnipro-héraðs sem liggur að Donetsk-héraðinu en þar eru Rússar nú að reyna að umkringja bæinn Pokrovsk. Þeir eru í aðeins 10 km fjarlægð frá svæðinu þar sem liþíumið er og því verður Trump að hafa hraðar hendur með að senda Úkraínumönnum hernaðaraðstoð ef hann vill koma í veg fyrir að efnið falli í hendur Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ógnarástand í Breiðholtsskóla: „Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis“

Ógnarástand í Breiðholtsskóla: „Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum þingmaður vill leiða Siðmennt – „Trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins“

Fyrrum þingmaður vill leiða Siðmennt – „Trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins“
Fréttir
Í gær

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki