fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Sýknuð af ákæru um fjárdrátt en sakfelld fyrir umboðssvik

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 10. febrúar 2025 15:30

Grunnskólinn á Þórshöfn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur birt dóm yfir konu sem sökuð var um fjárdrátt í starfi sínu sem skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn á árunum 2016 til 2020.

Konan var sökuð um að hafa dregið sér rúmlega 8 milljónir króna af fé skólans og nýtt í eigin þágu, og dregið um 600 þúsund krónur af félagsmiðstöðinni Svarthol.

Um var að ræða fjármuni sem fóru í nemendaskiptaverkefni á milli skólans og nokkurra skóla á Norðurlöndum. Um var að ræða nemendaferðir og annaðist konan þessi verkefni. Hún gaf þær skýringar á gerningunum að erfiðlega hafi reynst að panta ferðir í gegnum reikninga skólans og félagsmiðstöðvarinnar og hafi hún því látið viðskiptin renna í gegnum eigin reikninga.

Í aðalmeðferð málsins gaf konan skýringar á framferði sínu:

„Ég framkvæmdi þessar millifærslur og ég hef lagt fram kvittanir og millifærslur upp á 10 milljónir og hef fengið höfnun á sex. Samt hef ég sýnt fram á með millifærslum, kvittunum og öðrum að ég lagði út fyrir þessum verkefnum. Ég hef aldrei verið kölluð að borðinu til að skýra þetta heldur hef bara fengið yfir mig lögfræðihótanir.

Ég hafði fullt af verkefnum og ég hef mínar skýringar. Þetta er mjög flókið mál. Það er mjög einfalt að segja að ég hafi stolið 9 milljónum og stolið einhverri ferð af börnum.“

Konan segir að þegar allt er tekið varðandi kvittanir og önnur gögn þá hafi hún verið nokkuð nálægt núllinu varðandi fjárhagsstöðu sína gagnvart þessum reikningum skólans og félagsmiðstöðvarinnar. Hún sagðist viðurkenna flækjustigið í þessum fjármálum hafi verið mikið.

Um málavexti segir meðal annars orðrétt í dómnum:

„Ákærða viðurkenndi að hún hefði getað haldið betur utan um fjármálin, þ.e. bókhaldið, en ásetningur hennar hafi ekki staðið til þess að stela peningum. Hún hafi ekki mætt skilningi frá yfirmönnum sínum og þeim hafi þótt hún eiga að vinna þetta án endurgjalds. Þá hafi henni verið neitað um að fá heimabanka fyrir umrædda reikninga þar sem umsvifin væru svo lítil. Ákærða kvaðst ekki vera sammála því að hún skuldaði skólanum um 3.700.000 krónur en hún vissi að hún hefði gert mistök. Það gæti vel verið að skuld hennar væri 1.000.000 til 1.500.000 krónur en það væri alls ekki vegna þess að hún hefði ætlað að stela þessum fjármunum.“

Ekki hægt að sanna fjártjón

Í dómi héraðsdóms í málinu segir að ekki sé sannað að Grunnskólinn á Þórshöfn og félagsmiðstöðin Svarthol hafi orðið fyri fjártjóni af framferði konunnar. Voru skýringar hennar teknar trúanlegar að hluta. Einnig var því haldið fram að konan hafi ekki borið ein ábyrgð í málinu en háttsemi hennar er engu að síður sögð hafa verið ámælisverð.

Hún er sögð hafa misnotað aðstöðu sína, eða eins og segir orðrétt í dómsniðurstöðu:

„Með vísan til ofanritaðs og rannsóknargagna málsins verður fullyrt að ákærða hafi með því að millifæra umrædda fjármuni af bankareikningum Grunnskólans á Þórshöfn og Félagsmiðstöðvarinnar Svartholsins inn á sinn eigin bankareikning misnotað aðstöðu sína sem opinber starfsmaður. Ákærða var opinber starfsmaður á stærstum hluta þess tímabils sem ákæran tekur til og þótt hún hafi verið hætt sem skólastjóri þegar hún framkvæmdi síðustu millifærslurnar af bankareikningi grunnskólans gerði hún það í skjóli fyrrum embættis síns sem skólastjóri. Hún framkvæmdi því allar millifærslurnar í skjóli opinbers embættis. Þykir því hafið yfir skynsamlegan vafa og þar með sannað að ákærða hafi í opinberu starfi gerst sek um umboðssvik sem varða við 249. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 138. gr. laganna. Hefur ákærða unnið sér til refsingar í samræmi við það. Hins vegar verður ekki fullyrt að ákærða hafi notað 8.564.611 krónur heimildarlaust í eigin þágu eins og fram kemur í ákæru eftir breytingu á henni.“

Niðurstaðan var sú að konan var dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða verjanda sínum tæplega 2,5 milljónir í málsvarnarlaun.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón bendir á rangfærslur í málflutningi Einars

Jón bendir á rangfærslur í málflutningi Einars
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu