fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Ógnarástand í Breiðholtsskóla: „Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. febrúar 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erfið staða virðist vera uppi í Breiðholtsskóla en í einum árgangi þar á miðstigi hafa börn verið beitt einelti og ofbeldi af hálfu samnemenda sinna. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem meðal annars er rætt við foreldra barna sem lýsa áhyggjum sínum af stöðunni.

Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram að ofbeldið hafi verið andlegt, líkamlegt og kynferðislegt. Lítill vinnufriður hafi verið í árganginum og hegðun nemenda haft mikil áhrif á nám barnanna. Dæmi séu um að börn þori ekki að mæta í skólann.

„Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis,“ hefur Morgunblaðið til dæmis eftir Hermanni Austmari sem á dóttur í umræddum árgangi. Hann segir að skólinn hafi engin úrræði eða lausnir og hegðunarvandi örfárra nemenda bitni á heilum árgangi.

Vandinn er ekki nýr af nálinni og eru til dæmis þrjú ár síðan Hermann steig fram í viðtali við Vísi um ástandið í skólanum.

Dóttir Hermanns hefur orðið fyrir alvarlegu líkamlegu og andlegu ofbeldi í skólanum, hún hafi verið tekin hálstaki og sparkað í andlit hennar. Þetta hafi gert það að verkum að hún á erfitt með að læra og meðtaka upplýsingar frá kennaranum.

Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram að hann hafi oft beðið um flutning fyrir dóttur sína en ítrekað fengið neitun. Mun borgin nú loks hafa boðist til að liðka fyrir flutningi hennar í annan skóla.

„Börn eru lamin í frímínútum. Það er ekkert eðlilegt við það að það séu búnar að vera nokkrar hópaárásir í þessum árgangi,“ segir Hermann við Morgunblaðið þar sem nánar er fjallað um málið og meðal annars rætt við aðstoðarskólastjóra Breiðholtsskóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Boltinn er hjá Rússum – Er líklegt að þeir samþykki vopnahlé?

Boltinn er hjá Rússum – Er líklegt að þeir samþykki vopnahlé?
Fréttir
Í gær

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“
Fréttir
Í gær

Samband íslenskra sveitafélaga semur við Syndis

Samband íslenskra sveitafélaga semur við Syndis