Nú í eftirmiðdaginn voru björgunarsveitirnar Jökull á Jökuldag og Hérar á Héraði kallaðar út vegna ferðamanns sem hafði slasast við Fardagafoss, rétt ofan Egilstaða, vestan megin í Fjarðarheiði.
Ferðamaðurinn hafði hrasað og gat ekki stigið í fótinn og því ekki gengið til baka. Björgunarsveitarfólk ásamt sjúkraflutningafólki fór upp að fossinum, spelkaði fót og verkjastillti áður en viðkomandi var komið fyrir í börur.
Ferðamaðurinn var svo borinn á börum um kílómeters vegalengd niður á veg þar sem sjúkrabíll beið sem svo flutti hann til aðhlynningar.