fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Donald Trump óvæginn: „Sú eina sem átti verra kvöld en Chiefs var Taylor Swift“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. febrúar 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti skaut föstum skotum að tónlistarkonunni Taylor Swift eftir Super Bowl í nótt.

Af mörgum stórum nöfnum í áhorfendaskaranum voru Trump og Swift líklega þau stærstu en segja má að þau hafi fengið misjafnar viðtökur frá áhorfendum.

Þegar myndavélarnar beindust að Trump mátti heyra mikil fagnaðarlæti úr stúkunni, en þegar vélarnar beindust að Swift voru viðbrögðin önnur og mátti sjá að Swift var hálf undrandi á viðtökunum.

Trump notaði samfélagsmiðil sinn, Truth Social, til að skjóta á Swift fyrir þetta og birti hann til að mynda tvö myndbönd sem sýndu viðtökurnar sem hann fékk annars vegar og hún hins vegar. Þá skaut hann á hana í færslu þar sem hann skrifaði:

„Sú eina sem átti verra kvöld en Kansas City Chiefs var Taylor Swift. Hún var PÚUРút af vellinum. MAGA er miskunnarlaust,“ sagði hann og vísaði í einkennisorð sín MAGA, eða Make America Great Again.

Swift er sem kunnugt er unnusta Travis Kelce sem er ein stærsta stjarnan í liði Kansas City Chiefs. Kansas-liðið sá aldrei til sólar í leiknum í nótt og fór Philadelphia Eagles með sigur af hólmi, 40-22,

Philadelphia komst í 24-0 og stefndi lengi vel í einn stærsta ósigur liðs í sögu Super Bowl en Kansas tókst að laga stöðuna örlítið í lokin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ógnarástand í Breiðholtsskóla: „Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis“

Ógnarástand í Breiðholtsskóla: „Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis“
Fréttir
Í gær

Fyrrum þingmaður vill leiða Siðmennt – „Trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins“

Fyrrum þingmaður vill leiða Siðmennt – „Trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins“
Fréttir
Í gær

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki