fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

195 ökumenn stöðvaðir í Ofurskálareftirliti

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. febrúar 2025 08:03

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hélt úti sérstöku eftirliti vegna Ofurskálarinnar sem fram fór í Bandaríkjunum í nótt. Ofurskálin nýtur einnig töluverðra vinsælda hér á landi og ákváðu margir að vaka fram eftir til að fylgjast með leiknum.

Philadelphia Eagles fór með sigur af hólmi, 40-22, gegn Kansas City Chiefs og var sigurinn aldrei í hættu. Philadelphia komst í 24-0 og stefndi lengi vel í einn stærsta ósigur liðs í sögu Super Bowl en Kansas tókst að laga stöðuna örlítið í lokin.

Í skeyti sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér í morgun kemur fram að 195 ökumenn hafi verið stöðvaðir í svonefndu Ofurskálareftirliti og voru langflestir þeirra til fyrirmyndar. Tveir reyndust vera undir áhrifum.

Þá var eitthvað um tilkynningar vegna hávaða í heimahúsum og virðast sumir hafa verið spenntari en aðrir yfir leiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ógnarástand í Breiðholtsskóla: „Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis“

Ógnarástand í Breiðholtsskóla: „Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis“
Fréttir
Í gær

Fyrrum þingmaður vill leiða Siðmennt – „Trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins“

Fyrrum þingmaður vill leiða Siðmennt – „Trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins“
Fréttir
Í gær

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki