Philadelphia Eagles fór með sigur af hólmi, 40-22, gegn Kansas City Chiefs og var sigurinn aldrei í hættu. Philadelphia komst í 24-0 og stefndi lengi vel í einn stærsta ósigur liðs í sögu Super Bowl en Kansas tókst að laga stöðuna örlítið í lokin.
Í skeyti sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér í morgun kemur fram að 195 ökumenn hafi verið stöðvaðir í svonefndu Ofurskálareftirliti og voru langflestir þeirra til fyrirmyndar. Tveir reyndust vera undir áhrifum.
Þá var eitthvað um tilkynningar vegna hávaða í heimahúsum og virðast sumir hafa verið spenntari en aðrir yfir leiknum.