fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fréttir

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. febrúar 2025 21:00

Daginn eftir árásina voru skilin eftir blóm og kerti skammt frá skólanum til minningar um hin látnu. Mynd: Jonas Gratzer/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænskir fjölmiðlar eru farnir að segja sögur þeirra 11 sem myrt voru í fjöldaskotárásinni í Rigsberska skólanum í Örebro 4. febrúar síðastliðinn. Meðal þeirra var hin 32 ára gamla Elsa Teklay en hún var fjögurra bara móðir. Maður Elsu segir að hún hafi verið stórkostleg og viljað helga líf sitt því að hjálpa öðrum. Hennar verði sárt saknað.

Bæði Aftonbladet og SVT segja sögu Elsu og ræða við mann hennar Simret Tekie.

Elsa flutti til Svíþjóðar frá Erítreu árið 2015. Hún starfaði við umönnun aldraðra en einnig hjá sveitarfélaginu sem tengiliður við fatlaða einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Samhliða störfunum tveimur stundaði hún nám í hjúkrunarfræði við Rigsberska. Ástæða þess að hún var í tveimur störfum var ekki síst til að safna peningum til að maður hennar gæti fengið dvalarleyfi í Svíþjóð en hann hefur búið á Ítalíu. Elsa stefndi síðan á læknanám þegar Simret fengi dvalarleyfið.

Ekki kemur fram hversu gömul börnin fjögur eru en ljóst er að þau standa frammi fyrir því að halda lífinu áfram án móður sinnar.

Simret segir að tveir dagar hafi liðið frá árásinni þar til staðfest var að Elsa væri ein af hinum látnu.

Aðspurður um hvernig börnin hafi það segir Simret að áfallið hafi verið verulegt fyrir þau en þau hafi fundið styrk í þeim mikla stuðningi sem þau hafi fengið en samfélag innflytjenda frá Erítreu, á svæðinu, hefur stutt dyggilega við bakið á fjölskyldunni.

Vildi hjálpa

Simret segir að kona sín hafi verið afar hjálpsöm. Fyrst hafi þau viljað koma sér vel fyrir og síðan hjálpa öðrum:

„Hún var mjög jákvæð og vildi hjálpa öllum öðrum.“

Afar kært virðist hafa verið á milli Simret og Elsu og hann segir að erfitt verði að halda áfram með lífið án hennar:

„Elsa var mér allt. Hún var vonin, ljósið og ástin. Nú finn ég bara fyrir myrkri líðan.“

Rætt var við Simret í kirkju Erítreumanna í Hovsta, í nágrenni Örebro, en Elsa og börn hennar hafa verið tíðir gestir í kirkjunni. Emmanuel Ghebrezghi djákni segir það venju í erítreskri menningu að koma saman og styðja dyggilega við bakið á þeim sem þurfi á jafn mikilli hjálp að halda og Simret og börnin.

Djákninn segir að Elsu verði sárt saknað meðal meðlima safnaðarins. Hún hafi verið harðdugleg og börnum sínum afar góð móðir. Hún hafi verið fljót að læra sænsku eftir að hún flutti til Svíþjóðar.

Að skilja

Simret segir það óskiljanlegt að nokkur vilji fremja slíkt ódæði. Það sé þeim mun óskiljanlegra að þetta hafi gerst í landi sem þau hjónin töldu vera friðsamlegt.

Emmanuel djákni segir að eins og aðrir nemendur í skólanum hafi Elsa viljað bæta sig og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Ódæðismaðurinn hafi eyðilagt drauma þeirra.

Prestur kirkjunnar Okubazgih Yemanab segir að stjórnvöld sem og allur almenningur verði að taka höndum saman til að tryggja að svona nokkuð gerist aldrei aftur í Svíþjóð. Hver og einn verði að rétta út hönd sína til meðbræðra sinna og systra og hjálpast að við að halda lífinu áfram.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þjóðin fer ekki í leikhús til að sjá bókhaldið, hversu vel sem það kann að vera fært“

„Þjóðin fer ekki í leikhús til að sjá bókhaldið, hversu vel sem það kann að vera fært“
Fréttir
Í gær

„Ég hef ýmislegt heyrt og séð í viðræðum en að samninganefndum stéttarfélaga sé sagt að panta tíma hjá forstjóranum, það er algjört met“

„Ég hef ýmislegt heyrt og séð í viðræðum en að samninganefndum stéttarfélaga sé sagt að panta tíma hjá forstjóranum, það er algjört met“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekur upp boltann fyrir Brynjar Karl – „Vil frekar þjálfara með ástríðu en flatan karakter sem mótiverar ekkert“

Tekur upp boltann fyrir Brynjar Karl – „Vil frekar þjálfara með ástríðu en flatan karakter sem mótiverar ekkert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“